Tvær myndir frá Kjartani Ásmundssyni

Kjartan austurbær Skansinn

 

 Myndirnar eru teknar um eða fyrir 1960.

Á fyrri myndinni má sjá Skansinn, suðurhafnargarðinn, sjógeyminn og sundlaugina,Miðhús og skerið sem er þarn austan megin við hafnargarðinn heitir Flóðsker. Þá má sjá mörg af þeim húsum sem stóðu við Bakkastig og Urðarveg, það þarf víst ekki að taka það framm að þessi hús og mannvirki fóru undir hraun í eldgosinu 1973.

 

 

 

 Kjartan Miðbærinn Nausthamar

Á seinni mynd sést yfir miðbæinn og hluta af höfninni, Nausthamarsbryggja og Básaskersbryggja og hús Fiskiðjunar og Ísfélagsins.

Húsin á þessari mynd standa við Hilmisgötu, Vestmannabraut, Bárugötu, Vesturveg og Miðstræti. Í vinstra horni neðst má sjá gamla Sjúkrahús Vestmannaeyja.

Öll þessi hús sluppu í eldgosinu 1973.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi

Enn og aftur TAKK fyrir þessar myndir.

Áramótakveðja frá Eyjum

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Pétur, takk fyrir kveðjuna. Ég sendi þér og þínum sömu leiðis áramótakveðju og þakka þér fyrir allar athugasemdir sem þú hefur gert á blogginu mínu á liðnu ári.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.12.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband