25.12.2009 | 22:12
Austurbærinn grænn og fagur
Falleg mynd af austurbænum fyrir gos 1973, ekki þekki ég peyjan á þessari mynd.
kær kveðja SÞS
Ég bað Kjartan Ásmundsson um nöfn á þessum húsum sem voru staðsett í austurbæ Heimaeyjar fyrir gos, ekki stóð á svari frá þessum vini mínum og fer það hér á eftir:
Takk fyrir þetta Kjartan. kveðja SÞS
Sæll Simmi.
Þó maður sé nú ekki eins gamall og Kjartan Ásmunds. þá man ég og á margar góðar minningar frá þessum stað og þarna í kring, þessar minningar eru tengdar tímanum rétt fyrir gos en við peyjarnir erum 15 ára á gosárinu. Við vorum miklir félagar og vinir, ég, Mummi (Guðmundur Erlingsson) fóstursonur Mumma og Möggu í Sætúni, Bjössi Svavars. sonur Svavars löggu en hann bjó í stóra gráa húsinu (Stóri Gjábakki???) vinstra megin og vestan við við Sætún og Valdimar Guðnason, sonur Guðna Gríms. Túnið þarna, sunnan megin við húsin var mikið notað sem fótboltavöllur og þar vorum við peyjarnir oft við knattspyrnuæfingar ef við vorum ekki eitthvað að bardúsa niður í fjöru og eða í sundi. Sóla frænka og Ágústa frænka bjuggu norðan megin við götuna beint á móti húsi þeirra Mumma og Möggu, minnir að það hafi verið Bakkastígur 9 eða 11, gott var að geta hlaupið inn til þeirra ef maður var orðinn svangur eða þyrstur. Þetta var góður tími og gott að rifja hann upp með þessari mynd hjá þér Simmi. Það er spurning hvort Svavar Stefánsson lögregluþjónn og hans fjölskylda hafi flutt í Stóra Gjábakka eftir að fjölskylda Kjartans flutti úr því??? Kannski getur Kjartan svarað því
Kveðja frá Eyjum og ósk um gleðilegt ár og þökk fyrir það gamla.
Sælri bræður
Svavar flutti í Gjábakka (Bakkastíg 8) þegar við fórum þaðan. Guðmundur Erlingsson, Valdimar og fleirri voru smá krakkar þegar ég var þarna, enda töluvert yngri. Húsið hja frænku þinni var númer 11, Addi á Suðurey átti hús no 9 sem var næsta hús vestan við Bakkastíg 11, og var beint á móti Sætúni. Fótboltatúnið sem þú talar um hét Miðhúsatún og var að mínu mati vagga/mekka fótboltans : - ))
Kjartan Ásmundsson
Sælir aftur
Nánar um Gjábakkanöfnin
Húsið Stóri Gjábakki stóð við Bakkastíg 8. Gjábakkajarðirnar voru tvær, Gjábakki-eystri og Gjábakki-vestri. Árið 1909 fékk Jón Einarsson kaupmaður byggingu fyrir jörðinni að Gjábakka-vestri. Hann byggði myndarlegt timburhús við Bakkastíginn, nokkru vestar og var það hús nr. 8. Þetta hús var í daglegu tali oftast nefnt Stóri Gjábakki og gamla húsið, Gjábakki-vestri, kallað Litli Gjábakki til aðgreiningar.
Kjartan Ásmundsson
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll og blessaður
Flott mynd.
Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og farsælt komandi ár. þakka samfylgdina á blogginu og skemmtilegar samverustundir.
Guð blessi þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2009 kl. 01:38
Heil og sæl Rósa og sömu leiðis Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökk fyrir bloggvináttu á liðnu ári.
Kær kveðja til þín og þinna
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.12.2009 kl. 12:14
Sæll Simmi og gleðileg Jól
Þetta er mynd af túninu heima - Þarna var eilíft sumar og sól. Þetta er einhver besta mynd sem ég hef séð af æskustöðvunum -
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 12:52
Heilir og sælir Sigurður Þór og Kjartan og takk fyrir innlitið og athugasemdir, já þetta er falleg mynd tekin um hásumar.
En Kjartan getur þú nafngreint húsin á þessari mynd ?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.12.2009 kl. 21:07
Heill og sæll
Það er ég nú hræddur um : - )) Frá hægri, Sætún og þar bjó Mummi á olíubílnum ásamt konu sinni Möggu. Gjábakki, gráa húsið (Stóri Gjábakki) þar bjuggum við bræður með foreldrum okkar. Innbúi kemur næst þar bjó Guðni Grímsson ásamt fjölskyldu. Fúsahús kemur þar næst en þar bjuggu Vigfús og Jóna, tengdaforeldrar Dolla pípara. Þarnæst er Höfn en þar bjuggu Tómas ásamt konu sinni Sigríði og Braga. Fleira fólk bjó að sjálfsögðu í þessum húsum sem of langt er að telja hér og þessi upptalning miðast við þann tíma semég var að alast upp þarna. Strákurinn á myndini heitir Reynir Ingólfsson, Eiríkssonar á Emmuni. Myndin e tekinn ca 1963.
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 21:47
Sæll aftur
Ég ætla að vera aðeins nákvmæri. Bakvið Gjábakka sést í hús Óla Vippa, Bakkastíg 7. Fyrir vestan Höfn sést í húsið Garðinn, síðan sést í ryðgaðan olíutank, síðast sést hús Malla í Höfn, Martin Tómmassonar (pappa Edda Malla) - Læt ég þessu nú lokið -
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 21:55
Sæll Simmi.
Þó maður sé nú ekki eins gamall og Kjartan Ásmunds. þá man ég og á margar góðar minningar frá þessum stað og þarna í kring, þessar minningar eru tengdar tímanum rétt fyrir gos en við peyjarnir erum 15 ára á gosárinu. Við vorum miklir félagar og vinir, ég, Mummi (Guðmundur Erlingsson) fóstursonur Mumma og Möggu í Sætúni, Bjössi Svavars. sonur Svavars löggu en hann bjó í stóra gráa húsinu (Stóri Gjábakki???) vinstra megin og vestan við við Sætún og Valdimar Guðnason, sonur Guðna Gríms. Túnið þarna, sunnan megin við húsin var mikið notað sem fótboltavöllur og þar vorum við peyjarnir oft við knattspyrnuæfingar ef við vorum ekki eitthvað að bardúsa niður í fjöru og eða í sundi. Sóla frænka og Ágústa frænka bjuggu norðan megin við götuna beint á móti húsi þeirra Mumma og Möggu, minnir að það hafi verið Bakkastígur 9 eða 11, gott var að geta hlaupið inn til þeirra ef maður var orðinn svangur eða þyrstur. Þetta var góður tími og gott að rifja hann upp með þessari mynd hjá þér Simmi. Það er spurning hvort Svavar Stefánsson lögregluþjónn og hans fjölskylda hafi flutt í Stóra Gjábakka eftir að fjölskylda Kjartans flutti úr því??? Kannski getur Kjartan svarað því
Kveðja frá Eyjum og ósk um gleðilegt ár og þökk fyrir það gamla.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 03:41
Sælri bræður
Svavar flutti í Gjábakka (Bakkastíg 8) þegar við fórum þaðan. Guðmundur Erlingsson, Valdimar og fleirri voru smá krakkar þegar ég var þarna, enda töluvert yngri. Húsið hja frænku þinni var númer 11, Addi á Suðurey átti hús no 9 sem var næsta hús vestan við Bakkastíg 11, og var beint á móti Sætúni. Fótboltatúnið sem þú talar um hét Miðhúsatún og var að mínu mati vagga/mekka fótboltans : - ))
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 10:13
Sælir aftur
Nánar um Gjábakkanöfnin
Húsið Stóri Gjábakki stóð við Bakkastíg 8. Gjábakkajarðirnar voru tvær, Gjábakki-eystri og Gjábakki-vestri. Árið 1909 fékk Jón Einarsson kaupmaður byggingu fyrir jörðinni að Gjábakka-vestri. Hann byggði myndarlegt timburhús við Bakkastíginn, nokkru vestar og var það hús nr. 8. Þetta hús var í daglegu tali oftast nefnt Stóri Gjábakki og gamla húsið, Gjábakki-vestri, kallað Litli Gjábakki til aðgreiningar.
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 11:36
Sæll Simmi og Kjartan
Takk fyrir þessar upplýsingar Kjartan, ég hef svo mikið gaman að því að rifja upp þennan tíma. Æskan og unglingsárin eru þessi tími sem við lifum í áhyggju- og tímalausu rúmi og vegna þess þá einhvern veginn festist þetta því í minningunni og gleðin og ánægjan kemur yfir mann við þessa upprifjun. Myndin segir manni svo svakalega margt. Alla mína æsku bjó ég á Faxastíg 39 þ.e. í vesturbænum en átti mína bestu vini í austurbænum þ.e. á Bakkastígnum og þar í kring.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 17:58
Sællir báðir
Já Pétur minn, maður veit ekki hvað maður hefur átt fyrr en maður hefur misst (austurbæinn eins og hann var). Ég man þetta eins og þú gerir og skil vel vað þú ert að tala um, eilíft sumar og sól og hlýjar minningar. Ef ég væri spurður hvað fallegasta leið sem ég hef farið um dagana þá væri það leiðin frá Skansinum, meðfram klöppunum austur á Kirkjubæiá fallegum sumardegi í gamla austurbænum, næst fallegasta leiðin væri leiðin til baka.
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 18:18
Heilir og sælir Pétur og Kjartan, þetta er málið, ein lítil mynd getur rifjað upp ótal sögur og atvik sem tengjast þeim stað sem myndin er af. þess vegna eru svo margir sem áhuga hafa á þessum gömlu GÓÐU myndum. Það eru líka þessar athugasemdir sem þið gerið sem gera þetta skemmtilegra og í leiðinni fróðlegra en ella.
Kær kveðja og gleðileg nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.12.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heill og sæll
Það er ég nú hræddur um : - )) Frá hægri, Sætún og þar bjó Mummi á olíubílnum ásamt konu sinni Möggu. Gjábakki, gráa húsið (Stóri Gjábakki) þar bjuggum við bræður með foreldrum okkar. Innbúi kemur næst þar bjó Guðni Grímsson ásamt fjölskyldu. Fúsahús kemur þar næst en þar bjuggu Vigfús og Jóna, tengdaforeldrar Dolla pípara. Þarnæst er Höfn en þar bjuggu Tómas ásamt konu sinni Sigríði og Braga. Fleira fólk bjó að sjálfsögðu í þessum húsum sem of langt er að telja hér og þessi upptalning miðast við þann tíma semég var að alast upp þarna. Strákurinn á myndini heitir Reynir Ingólfsson, Eiríkssonar á Emmuni. Myndin e tekinn ca 1963.
Sæll aftur
Ég ætla að vera aðeins nákvmæri. Bakvið Gjábakka sést í hús Óla Vippa, Bakkastíg 7. Fyrir vestan Höfn sést í húsið Garðinn, síðan sést í ryðgaðan olíutank, síðast sést hús Malla í Höfn, Martin Tómmassonar (pappa Edda Malla) - Læt ég þessu nú lokið -
Kjartan Ásmundsson