Alltaf skemmtilegt að koma ti Eyja

Nú í desember fór ég til Vestmannaeyja vegna vinnu minnar, sem er nú ekki í frásögu færandi  nema að ég sótti í leiðinni svokallaðan sóknarnefndarfund í fyrirtækinu Gæsk. Þar hefur ráðið ríkjum mágur minn Sigurður Óskarsson gluggasmiður, kafari, kranastjóri, hljómsveitarstjóri, plastbátasmiður svo eitthvað sé nefnt. Sigurður hefur rekið mörg fyrirtæki og hafa þar ávalt myndast kjarni manna sem koma í heimsókn og taka létt spjall um helstu mál líðandi stundar. Sjálfur kom ég reglulega á spjallfundi þegar ég bjó í Eyjum og Sigurður rak Kranaþjónustu SÓ  og Eyjaplast. Þetta eru skemmtilegir og upplýsandi fundir þar sem öll mál eru rædd í þaula og hefst fundur hvern virkan dak kl 9,30 stundvíslega og stendur fundur þar til tímavörður slær hann af með banki í kaffiborðið.

 IMG_4205

 

Á þessum fundi sem ég var á ræddu menn um Bakkafjöruhöfn og líkantilraunir með höfn á Eiðinu sem nú er unnið að í Siglingastofnun auk fleiri mála.

Mættir voru eftirtaldir nefndarmenn í ssóknarnefnd: Sigurður Gísli Þórarinsson meðstjórnandi, Sigurður Óskarsson sóknarnefndarformaður, Haukur Jóhannsson varformaður umsjónarmaður með leirtaui, Jóhann Jónsson (Listó) listráðunautur fréttaaflari, Guðmundur Valdimarsson fréttaaflari og varatímavörður og Sigurður Gunnarsson fréttaaflari og yfirtímavörður. Á myndina vantar Óskar Sigurðsson kristilegur ráðunautur, Helga Georgsson grafískur hönnuður, gestur fundarins var undirritaður.

Það sem mér finnst fréttnæmt er að í Vestmannaeyjum er sá siður útbreiddur að menn koma svona saman á hinum ýmsu stöðum í bænum og ræða málin, þetta eru oft sömu menn sem hafa mætt í spjall árum og jafnvel áratugum saman á sama stað.  Auðvitað er endurnýjun í þessum hópum, menn flytja burt og sumir deyja  hætta að vera til, en það koma bara nýjir í hópinn.

Þegar ég bjó í Eyjum voru og eru enn þessir samkomustaðir: Vigtin hjá Torfa, BP nú Olís , Bátábyrgðarfélag Vestmannaeyja nú Tryggingarmiðstöðin, Eyjaplast nú Gæskur, Friðarhafnarskílið og Netagerð Vestmannaeyja, Reynistaður.

 

Kær Kveðja SÞS

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég get frætt þig á  því að ég fer á þrjá svona fyrirtækjastaði, og þú nefnir engan þeirra, en þeir eru hjá Óskari í Áhaldaleigunni, Essó og bílaverkstæði Harðar og Matta, svo rekst ég stundum inn á hafnarskrifstofuna, jú það er sko rétt hjá þér Sigmar, þessir fundir eru mikið gefandi og jafnast á við kirkjusókn.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.12.2009 kl. 05:34

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið og athugasemdina. Já ég gleymdi Esso en þar kom ég eistaka sinnum. Þú nefnir þarna fleiri staði sem ég man ekki eftir frá því ég var í Eyjum og eflaust eru þeir fleiri. Það væri gaman að fá hópmyndir af þeim köllum sem mæta í spjall á þessum stöðum  og setja hér á bloggið.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.12.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það er lítið mál að skella myndum inn.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband