13.12.2009 | 22:12
Heimaey - Bakkafjöruhöfn (Draumur)
Þegar ég var staddur í Danmörku um daginn, fór ég að sjálfsögðu bryggjurúnt til að skoða skip og skútur, ekki var mikið líf í skútuhöfnunum í Árósum, en ég náði mynd af þessu tveggja skrokka farþegaskipi sem var að fara frá bryggu
Væri ekki sterkur leikur að fá svona skip til að sigla frá Heimaey til Bakkafjöru, það mætti þó vera töluvert minna en þetta glæsilega tveggjaskrokka skip.
Á seinni myndinni sjáum við beint framan á skipið sem er töluvert stórt eins og sjá má.
Ein skútuhöfnin í Árósum þar sem frekar lítið líf er á þessum árstíma.
Kær kveðja SÞS
Friðberg Egill Sigurðsson
Athugasemdir
Sæll Simmi Gaman að sjá þessar myndir. Sérstaklega fyrir þær sakir að þetta er ekki hefðbundinn Catamaran ferja. Mér sýnist þetta vera svokölluð swath ferja. Þær ganga á allt annari pælingu en þessar svokölluðu hefðbundnu Catamaran ferjur. SWATH stendur fyrir Small Waterplane Area Twin Hull og eru í raun tveir kafbátar sem byggt er ofan á. Áður en Bakkafjara var ákveðin að þá voru menn sem fóru mikinn í því að ræða nýjann herjólf. Þá voru allar tveggjaskrokka ferjur settar undir sama hatt og var ég mjög ósáttur við það. Menn töluðu um það að tveggjaskrokka ferjur væru ekki henntugar í miklum sjó. Það er eftir því sem ég hef kynnt mér ekki rétt. SWATH ferjur séu þær stórar að þá eru þær mun gangmeiri og stöðugari á sjó en aðrar ferjur. Þær hafa reynst svo stöðugar að þær þykja mjög heppilegar sem rannsóknarskip við erfiðar aðstæður þar sem menn þurfa að gera viðkvæmar tilraunir á sjó. Hinsvegar er þessi swath hönnun ekki gallalaus. Hún hefur mikla djúpristu og afar dýr í smíðum. Ég googlaði þessu ferju sem þú tókst myndir af og þar stendur að hún sé ekki hreinræktuð SWATH ferja en þó nálægt því. SWATH er hugmyndavinna Frederick G. Creed sem fyrstur setti þessa hugmynd fram árið 1938 og fékk útá hana einkaleyfi.
Friðberg Egill Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 00:31
Heill og sæll Friðberg og þakka þér kærlega fyrir innlitið og þennan fróðleik um þessi skip, ég hafði mjög gaman af því að lesa þetta. Það er yfir höfuð allt of lítil umræða um þessar gerðir skipa, kannski vegna þess að fáir hafa kynnt sér þessa skipagerð og fáir ferðast með þeim. 'Eg ætla að færa þessa athugasem undir myndirnar.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.12.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Sæll Simmi Gaman að sjá þessar myndir. Sérstaklega fyrir þær sakir að þetta er ekki hefðbundinn Catamaran ferja. Mér sýnist þetta vera svokölluð swath ferja. Þær ganga á allt annari pælingu en þessar svokölluðu hefðbundnu Catamaran ferjur. SWATH stendur fyrir Small Waterplane Area Twin Hull og eru í raun tveir kafbátar sem byggt er ofan á. Áður en Bakkafjara var ákveðin að þá voru menn sem fóru mikinn í því að ræða nýjann herjólf. Þá voru allar tveggjaskrokka ferjur settar undir sama hatt og var ég mjög ósáttur við það. Menn töluðu um það að tveggjaskrokka ferjur væru ekki henntugar í miklum sjó. Það er eftir því sem ég hef kynnt mér ekki rétt. SWATH ferjur séu þær stórar að þá eru þær mun gangmeiri og stöðugari á sjó en aðrar ferjur. Þær hafa reynst svo stöðugar að þær þykja mjög heppilegar sem rannsóknarskip við erfiðar aðstæður þar sem menn þurfa að gera viðkvæmar tilraunir á sjó. Hinsvegar er þessi swath hönnun ekki gallalaus. Hún hefur mikla djúpristu og afar dýr í smíðum. Ég googlaði þessu ferju sem þú tókst myndir af og þar stendur að hún sé ekki hreinræktuð SWATH ferja en þó nálægt því. SWATH er hugmyndavinna Frederick G. Creed sem fyrstur setti þessa hugmynd fram árið 1938 og fékk útá hana einkaleyfi.