Skemmtileg ferð til Árósa og Kaupmannahafnar

IMG_4004IMG_4026

Í dag vorum við Að koma úr skemmtilegri 9 daga ferð til Danmerkur þar sem við vorum að heimsækja Þór og Hörpu dóttir okkar, og Dóttir þeirra Kolbrúnu Soffíu litlu.  Á myndunum eru Harpa, Kolla, Simmi og Kolla stött í Árósum

IMG_3995

IMG_4069

Hér er mynd af Kolbrúnu Soffíu í stólnum sínum og pabba hennar Þór Sæþórsyni við jólaskreytingu í einu Mollinu sem heimsótt var í ferðinni.

IMG_4072IMG_4090

Komin til Kaupmannahafnar þar sem farið var í gönguferð um Strikið. Kólbrún Soffía, Kolla, Harpa og Þór með Kollu litlu í Vagninum.

IMG_4080IMG_4112

 

IMG_4120IMG_4130

Það er ótrúlega gaman að fara í Tívolí í Kaupmannahöfn þar sem þessar myndir voru teknar. Þarna var margt að skoða og mikið um góða matsölustaði, en myndirnar tala sínu máli.

IMG_4140IMG_4079

Ég hef ekki verið duglegur við að blogga síðustu vikur, ( ekki vegna þess að mér vanti efni Smile) það er einfaldlega vegna þess að ég hef verið mikið á ferðalögum um landið vegna vinnu minnar og nú síðustu 9 daga hef ég verið í orlofi í Danmörku .

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, velkomin heim, góðar myndir hjá þér, vonandi var gaman hjá ykkur í mínu gamla föðurlandi, það er allt gott að frétta hér í Eyjum, ég er að leysa af á Herjólfi sem háseti.

Kær kveðja til ykkar Kollu frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.12.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið og kveðjuna. Já það er alltaf gaman í Danmörku og að heimsækja fólkið sitt. 'Eg bið að heilsa þeim sem ég þekki þarna á Herjólfi.

Kær kveðja úr Kópavogi.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.12.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vertu velkominn heim aftur.  Nú kom skýringin á því hvað olli fjarveru þinni af blogginu.

Jóhann Elíasson, 6.12.2009 kl. 10:19

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann og takk fyrir innlitið og kveðjuna. Já það hefur ekki verið mikill tími til að sinna blogginu undanfarnar vikur, en vonandi stendur það til bóta.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.12.2009 kl. 11:53

5 identicon

Sæll SIgmar

 Það hlaut eitthvað að vera. Við Tóti í Geisla vorum að furða okkur á bloggleysinu hjá þér og svo engar myndir í fleiri fleiri daga, nú vitum við ástæðuna á því .  Þú verður að passa þig á því Simmi minn að þetta komi ekki fyrir aftur, þetta er of langur tími á milli blogga og mynda.

En án gríns, verið þið hjónin bara velkomin heim, við Kolla erum vinir á facebook og þar heyrir maður af þér og þínum líka. Við verðum að vera á öllum vígstöðvum svo maður missi ekki af neinu.

Kveðja frá Eyjum.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 07:31

6 identicon

Velkominn heim!!!    Kolla og Simmi.  Kveðja.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Pétur og Björk og takk fyrir innlitið og kveðjur. Það er gaman að það séu einhverir sem sakna þess að sjá ekki nýtt blogg hér á nafarnum .

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.12.2009 kl. 21:15

8 identicon

HÆ :)

vá hvað er gaman að sjá myndir og blogg frá ferðinni :) !! YNDISLEGT að hafa ykkur og vonandi komið þið sem fyrst aftur

Love you 

Harpan

Harpa (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband