12.11.2009 | 21:10
Skólavegur og Heimakletturinn
Hér er Skólavegurinn árið !960 til 1965, kannski ekki miklar breytingar nema húsið Skuld neðst á Skólaveginum er horfið. Gaman væri ef einhver þekkir nöfn húsana að hann setti þau hér inn í athugasemdir, það gerir myndirnar skemmtilegri.
Þessi bill á myndinni er sennilega frá Vinnslustöðinni en hann er með lok að aftan sem notað var þegar hann var að keyra ís í bátana ( áður en Ístöðin kom til sögunar) Mig minnir að sá sem keyrði þennan bíl og átti heima í húsinu sem billinn er við hafi heitið Emil, er samt ekki viss. Annað sem er skemmtilegt við þessa mynd er olíutankurinn sem sést þarna bak við húsið, svona olíugeymar voru fyrir utan flest öll hús í Eyjum á þessum tíma. (En þarna sést sjónvarpslotnet á húsinu Þingeyri hvaða ár byrjaði sjónvarpsgláp í Eyjum ????)
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Blessaður frændi. Húsin eru , Búland , Þingeyri, Hamar , Sléttaból. Ég man ekki hvað næsta hús fyrir neðan heitir, en þar bjó Steini á Sjöfninni, oftast kenndur við bátinn sinn, Sjöfnina. Húsin hétu öll einhverjum nöfnum,t.d. átti ég heima á Strönd og þú á Sunnuhvoli osfrv. Áður en Skólavegurinn var malbikaður og gerða gangstéttir sitthvorumegin, var þetta malarvegur (rauðamöl úr Helgafelli), þá voru smá garðar fyrir framan flest hús, sem gaf þeim sinn "karakter" hverju fyrir sig. Það er alltaf svo gaman að sjá þessar gömlu myndir, takk fyrir það. Kveðja.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:23
Heill og sæll, myndirnar eru líklega teknar eftir mitt ár 1968, það sést að komin er hægri umferð. Húsið sem Steini á Sjöfninni bjó í heitir Arnarfell, þá kemur Grímsstaðir næst er hús Halldórs afa Henson, Geysir síðan ónefnd hús (2) þá ´Asnes og Vöruhúsið. Húsin vestanmegin við götuna þekki ég ekki með nafni. Emil á Búlandi var bílstjóri á bílnum. Kveðja í kotið Sigþór.
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:14
Sæll Simmi.
Alltaf gaman að koma inn á Nafarinn.
Kveðja frá Eyjum.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 01:05
Heil og sæl Björk og Sigþór og takk fyrir þessar athugasemdir með nöfnunum á þessum húsum við Skólaveg. Gott að fá þessar upplýsingar um myndirnar það gerir þær skemmtilegri eins og ég hef margoft nefnt hér. Pétur takk fyrir innlitið.
kærar kveðjur til ykkar.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.11.2009 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.