11.11.2009 | 20:17
Myndir Vestmannaeyjahöfn 1960 til 1965
Þessar myndir tók Árni Friðriksson skipasmiður m.m. þær eru teknar á árunum 1960 til 1965.
Næst á mynd er Bæjarbryggja sem stundum var í daglegu tali kolluð trillubryggja. Þá sést yfir á Básaskersbryggju þar sem Lóðsinn liggur ásamt nokkrum fiskibátum
Á þessari mynd sést hluti af Nausthamarsbryggju og Bæjarbryggju. Þarna má einnig sjá björgunarbátinn sem í tugi ára var þarna í davíðum og var hluti af öryggisbúnaði Vestmannaeyjahafnar, annar eins bátur var í davíðum í Friðarhöfn.
Þarna sjást Tangahúsin og hvað vel tekst til að dreifa peningalyktinni með gúanóreyknum. Dásamlegar minningar
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll vertu Simmi minn.Flottar myndir..Gaman að sjá myndina af bæjarbryggjunni,sérstaklega vegna þess að næstutasti báturinn er Villi Ve 16,við áttum þennan bát ég,Gunnar Hinriks og Þorsteinn Þorsteinsson á Skólaveginum,þetta var "Breiðfirðingur" sem við keyptum frá Hafnarfirði,en endalok bátsins urðu í gosinu en við geymdum hann yfir vetrartíman í bílskúrnum hjá mér á Gerðisbrautinni,þess vegna grófst hann undir ösku og eyðilagðist,til gamans,þá var í bátnum 10 hesta Kelvin vél óskaplega þýðgeng kv þs
þs (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 22:54
Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir innlitið og virkilega skemmtilegan fróðleik um Villa VE 16 þetta gefur myndunum meira gildi að fá svona athugasemdir. En þekkirðu hinar trillurnar sem sjást á myndunum ???.
Kær kveðja SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.11.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.