5.11.2009 | 17:10
Vangaveltur
Vangaveltur.
Mörg er landsins fegurð föl,
fjárvon toppa lokkar.
Þeir eru að verða þjóðarböl,
þessir stjórnarflokkar.
---------------------
Álver þykir óskahnoss,
sem allar byggðir styrki.
Duga myndi Dettifoss
í dágott orkuvirki.
-----------------------
Ekki þarf að efa það
álver kvöð fram beri.
Mætti gera Gullfoss að
góðu orkuveri.
--------------------------
Færi einhver stór á stjá
með stóriðjuna nýja.
Úr Geysi mætti gufu fá
gufuhverfla að knýja.
------------------------------
Margt er það sem getur gerst,
græðgin fái að stjórna.
En þó telst það allra verst
ásýnd lands að fórna.
Á.S..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.