Fylluljóð eftir Gylfa (Guðna Eyjólfsson kyndara)

Danska herskipið Fylla

    

 Hér er herskipið Fylla á ytri höfninni í Vestmannaeyjum þarna má sjá Bjarnaey, Elliðaey og Klettsnefið. Fylla var eitt af stæðstu herskipum dana og var við gæslu hér við land, myndina fann ég í gömlu albúmi sem mér var gefið.

 

  

 Fylluljóð eftir Gylfa.

 Gylfi sá er ljóðið kvað var Guðni Eyjólfsson kyndari í Gasstöðinni í Reykjavík. Hann var einn hinn mikilvirkasti  og vinsælasti í hópi gamanvísnaskálda á þessum árum, þriðja áratugarins.

 

 

 

   

Lag: Kväservals

Á sumrin er gaman að ganga sjer

um göturnar eftir að rökkva fer,

ef ,, Fylla” er liggandi úti’ í ál,

og ekki’ er á varðbergi nokkur sál.

  Gæti jeg krækt í danskan dáta,

  sem dálítið borðalagður er,

  þá mundu þær Runa og Ranka gráta

  og rauðeygðar stara á eftir mjer.

 

Hún Ólafía’ er að vara’ os við

að vingast við pilta’ að dönskum sið;

það dragi á eftir sjer dilka smá,

er dálítin tími’ er liðin frá.

   Gæti ég o.s.frv.

 

Já sú getur ritað oss ráðin fín

með reynsluna’ og gráleitu hárin sín,

því hún hefur aldrei þá sælu sjeð

að sitja í faðmlögum dáta með.

  Gæti ég o.s.frv.

 

En nú skal ég segja ykkur sögu af mér;

jeg sá það eitt kvöld, hvar hann Jensen fer;

þá kalla jeg í hann að koama þar.

,, Ó, Kæreste” , segir hann, ,, hva’beha’ r”.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Ég varð þá dálítið undirleit –

almættið sjálft það á hæðum veit – ,

er gengum við þarna hlið við hlið,

og hann var að spjalla -  um lágnættið.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Svo gengum við saman, uns sólin var

sigin í bládjúpu öldurnar;

þá settumst við úti’ undir Granda- garð.

Ó guð, hvað hann Jensen þá sætur varð.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Svo kisti hann mig ellefu kossa þar,

sem kvöldskugginn mestur var,

og sagði: ,, Du er so söd og fin”,

södeste, elskede Pigen min”.

  Gæti ég o.s.frv.

 

En þá heyrðist blástur við bryggjusporð;

mjer brá, svo því lýsa’ ekki nokkur orð,

því bátskömmin litla beið þar nú,

og bjáninn hann Jensen minn þotinn var.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Jeg sá þá, hvað herstjórnin hláleg er

Að heimta hann Jensen minn strax af mjer,

Fyrst átti jeg kost á að eignast mann,

Svo indælan , sætan og ,, dannaðan”

  Gæti ég o.s.frv.

 

Seinna jeg ein út á Granda gekk.

Ó, guð, hvað jeg ákafan hjartslátt fékk,

því Jensen og Sigga sátu þar

í sömu laut og jeg forðum var.

  Gæti jeg krækt í danskan dáta,

  sem dálítið borðalagður er,

  þá mundu þær Runa og Ranka gráta

  og rauðeygðar stara á eftir mjer.

                     -   Gylfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Simmi minn

Skemmtilegar vísur, gaman að sjá dönskuna samofna íslenskunni í vísunum.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Rósa og takk fyrir innlitið. Já það er gaman að þessum gömlu gamanvísum.

Bið að heilsa þér og Alla

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.10.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Stórskemmtilegt og fróðlegt líka. Takk fyrir þetta Simmi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.10.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband