20.10.2009 | 23:22
Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn
Vinur minn Arnór Páll Valdimarsson sendi mér þessar nýju myndir frá Bakkafjöruhöfn, og þakka ég honum kærlega fyrir. Á fyrstu myndunum sést til Eyja frá nýja hafnargarðinum í Bakkafjöru og vegurinn út á garðinn
Á næstu tveimur myndunum sjást brimvarnargarðarnir, ég er ekki viss um að fólk alment geri sér grein fyrir hversu mikil mannvirki þetta eru, og þó þeir séu ekki fullkláraðir hafa þeir þegar fengið á sig töluvert veður og staðist það eins og ráð var fyrir gert.
Á þessum myndum sést nokkuð vel hversu mikið mannvirki þetta er ef við miðum við bílinn og manninn á mynndinni. Síðan er seinni myndin tekin utan við garðin og smá sjógangur er við garðinn en það á örugglega eftir að mæða mikið á þessu gríðarlega mannvirki sem örugglega á eftir að standast ágang sjávar í framtíðinni.
Á myndunum hér fyrir neðan er maður sem heitir Sigmar Jónsson frá bænum Bakka hann vinnur við Bakkaflugvöllinn, hann er hér í steinatöng sem er örugglega notuð til að raða grjóti í brimvarnargarðana, töngin er engin smásmíði enda stæðstu steinarnir eru yfir 20 tonn að þyngd.
Og að lokum loftmynd af Bakkajöruhöfn. Það er gaman að fá að fylgjast með þessari framkvæmd í myndum, þökk sé Adda Palla fyrir myndirnar sem hann hefur sent mér af þessum framkvæmdum. Kær kveðja SÞS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.