Góður hagyrðingur Guðni G. Gunason

Einn af mörgum góðum hagyrðingum sem búið hafa í Eyjum er Guðni B. Guðnason fyrverandi Kaupfélagstjóri.  Hann sendi Hafsteini Stefánssyni sem er hagyrðingur góður, þá skipaeftirlitsmanni í Vestmannaeyjum  þessa vísu á 50 ára afmæli hans:

 

Til þín vinur, óskin er

í aðeins tveimur línum:

Ljóðadísin leiki sér

létt á vörum þínum.

 

Guðni gerði einnig þessa vísu til Guðmundar Ingvasonar verslunarmanns Kaupfélagsins:

 

Guð mun alltaf gæfu strá

á góðra manna vegi.

Óskir bestar okkur frá

áttu á þessum degi.

 

G.B.G.

Þetta er tekið úr Blik 1972

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband