16.10.2009 | 12:14
Knattspyrnufélag Vestmannaeyja og Týrarar
Í ritinu Blik frá árinu 1963 er að finna eftirfarandi:
Knattspyrnufélag Vestmannaeyja.
Árið 1935 stofnuðu nokkrir íþróttamenn í Eyjum félag með sér til að ,,efla íþróttir og samvinnu meðal íþróttamanna í Eyjum". Félag þetta köllluðu þeir Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Samkvæmt lögum félagsins , en nafn þess var skammstafað K.V., gátu verið í því félög eða félagaheildir sem einstaklingar.
Hér er gömul mynd af fótboltamönnum úr Knattpyrnufélaginu Týr. Því miður þekki ég ekki þessa menn enda myndin mjög gömul, líklega tekin á Hásteinsvelli .
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Sigmar, mig langar að benda þér á Hástein þarna upp í brekkunni, þannig að þessi mynd hlýtur að vera tekin inn við Hásteinsvöll. Ég er svo ungur að ég þekki ekki þessa menn, þó ég kannist við mörg andlitin.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 14:03
Heill og sæll Helgi og þakka þér fyrir þessa ábendingu, þetta er hárrétt hjá þér. Ég laga þetta snarlega. Gott að fá svona leiðréttingar Helgi minn.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.