15.10.2009 | 12:30
Gamlar myndir af bátum
Kannski er ég farinn að vera með of gamlar myndir hér á síðunni minni, en þær eru margar úr gömlu albúmi sem mér var gefið fyri 12 árum. Þar sem ég veit að fleirum en mér finnst gaman að skoða þessar myndir, þá ætla ég að halda eitthvað áfram við að setja þær hér inn á bloggið mitt.
Á fyrstu myndinni eru bátar inni í Botni, sennilega verið að láta fjara undan þeim til að hreinsa á þeim botninn.
Hinar tvær myndirnar eru af Þorgeiri Goða VE264
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Takk fyrir mjög fróðlega síðu. Var að rekast hingað inn í fyrsta sinn og hef flett og skoðað talsvert aftur á bak. Þetta er meiri og betri næring en bullublogg sem tröllríður bloggi almennt.
Ágúst Ásgeirsson, 15.10.2009 kl. 15:39
Heill og sæll Ágús og þakka þér kærlega fyrir innlitið og góð orð um bloggsíðuna mína, það er allat gaman að fá athugasemdir frá öðru landi. Hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort einhverjir fari hér inn á síðuna utan landsteina Ísland, hef aðeins einu sinni áður fengið athugasemd frá USA.
Kær kveðja
PS
Við hvað starfar þú í Frakklandi Águst ?
KV SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.10.2009 kl. 16:33
Sammála Ágústi. Þessi bloggsíða er gullnáma og dæmi um það að blogg getur verið merkileg upplýsingaveita um ýmislegt annað en dægurmál og pólitík. Því eldri sem myndirnar eru því betra!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2009 kl. 23:47
Heillog sæll Sigurður Þór og takk fyrir innlitið og góð orð um bloggið mitt, þetta virkar hvetjandi á mig að halda áfram á sömu braut.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.10.2009 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.