13.10.2009 | 21:54
Húsin í Bænum
Hér eru þrjár gamlar myndir af húsum í Vestmannaeyjabæ. Gaman væri að fá athugasemdir ef menn þekkja nöfn þessara húsa.
Eftirfarandi setti vinur minn Sigþór Ingvarsson í Athugasemdir:
Athugasemdir
Heill og sæll, af nogu er að taka. Á efstu myndinni má sjá Kuða (Óskastein) gamla bankann ,Þingvelli ,Hotel Berg (Hamar)bræðraborg, sveinsstaði,Stíghús,Verslunarfélagið(Kivanis)Sjónarhól ,Kárabragga fremst á myndinni er Fiskiðjan. Ámynd 2. er fremst til hægri þakið á Þinghól síðan er Gimli(Búr) þar á milli sést að Eiðum, þar bakvið Batavía síðan Dvergasteinn og Merkisteinn. Ég ætla nefna hús sem ég kannast við,Borg hagi, Hvoll Blátindur,Fagurlist, Reykholt. Mynd 3. er tekin í Kokkhúslág, húsin frá vinstri eru Grafarholt, Borgarhóll,Steinholt og hús sem faðir Svenna á Kalmannstjörn bjó í, bak við Borgarhól sér í gömlu Rafstöðina. Ekki meira í bili kveðja Sigþór
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 22:57
Sæll Sigmar, það hús sem Sigþór veit eða man ekki nafnið á hét Byggðarholt, en amma og afi bjuggu þar er gaus.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 11:14
Heilir og sælir Sigþór, Heiðar og Helgi Þór, takk fyrir innlitið og góðar athugasemdir við þessar myndir.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.10.2009 kl. 13:04
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heill og sæll, af nogu er að taka. Á efstu myndinni má sjá Kuða (Óskastein) gamla bankann ,Þingvelli ,Hotel Berg (Hamar)bræðraborg, sveinsstaði,Stíghús,Verslunarfélagið(Kivanis)Sjónarhól ,Kárabragga fremst á myndinni er Fiskiðjan. Ámynd 2. er fremst til hægri þakið á Þinghól síðan er Gimli(Búr) þar á milli sést að Eiðum, þar bakvið Batavía síðan Dvergasteinn og Merkisteinn. Ég ætla nefna hús sem ég kannast við,Borg hagi, Hvoll Blátindur,Fagurlist, Reykholt. Mynd 3. er tekin í Kokkhúslág, húsin frá vinstri eru Grafarholt, Borgarhóll,Steinholt og hús sem faðir Svenna á Kalmannstjörn bjó í, bak við Borgarhól sér í gömlu Rafstöðina. Ekki meira í bili kveðja Sigþór Ingvarsson
Eftirfarandi athugasemd kom frá Helga Þór Gunnarsyni: Sæll Sigmar, það hús sem Sigþór veit eða man ekki nafnið á hét Byggðarholt, en amma og afi bjuggu þar er gaus.
Þetta kom frá vini mínum Heiðari Kristinssyni Ísafirði:
Húsin í BænumBærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum.
Hús meðfram öllum götum í röðum liggja.
Aldraðir byggja en ungir menn kaupa lóðir
og ætla sér líklega að byggja.
Og samt sem áður er alltaf verið að deyja.
Og undarlegt, að það hendir jafnvel snauða og ríka.
Menn kváðu jafnvel deyja frá hálfbyggðum húsum.
Og hinir ? þeir deyja víst líka.
Já mönnum finnst það skrýtið, sem þeir ekki skilja.
Hver skilur öll þessi hús, sem í röðum liggja ?
Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir ?
Og af hverju er verið að byggja ?
Tómas Guðmundsson
Kveðja Heiðar Kristinsson