8.10.2009 | 22:42
Þeir unnu við niðursetningu vélar Helga Helgasonar VE
Þeir unnu við niðursetningu vélar í Helga Helgason VE 343. Fremri röð tfv; Ingólfur Matthíasson, Bjarni Jónsson, Börgesen, Jón Þórðarson. Aftari röð; Þorgils Bjarnason, Vémundur Jónsson, Brynjólfur Einarsson og Óskar Sigurhansson.
Eftirfarandi upplýsingar eru frá Tryggva Sigurðssyni:
Sæll Simmi, June Munktell vélin í Helga Helgasyni var 500 hestafla glóðarhaus og sögð stærðsta glóðarhausvél sem framleidd var í heiminum og vóg hún yfir 20 tonn,og ekki voru til skotbómu lyftarar á þessum árum.
Athugasemdir
Sæll Simmi man eftir þeim öllum nema Börgesen flottar myndir kveðja úr Eyjum í logni
Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 22:01
Heill og sæll Hegi og takk fyrir innlitið, já þetta eru eftirminnilegir kallar. Það er gott að það sé farið að ligna í Eyjum.
Kær kveðja til ykkar hjóna, héðan úr Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.10.2009 kl. 22:32
Sæll Simmi, June Munktell vélin í Helga Helgasyni var 500 hestafla glóðarhaus og sögð stærðsta glóðarhausvél sem framleidd var í heiminum og vóg hún yfir 20 tonn,og ekki voru til skotbómu lyftarar á þessum árum.
Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 00:19
Einn vélstjóra þekkti ég ,sem ættaður var frá Eyjum.Hermann Helgason hét hann og kvaddi jarðvistina,árið 2006 þá níræður.Hann var mikið góðmenni.
Númi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 00:21
Heilir og sælir Tryggvi og Númi og takk fyrir innlitið, upplýsingar og athugasemdir, ég færi þetta upp á síðuna Trygggvi.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.10.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.