1.10.2009 | 23:03
Reiptog og Stakkó
Mynd 1. Reiptog var vinsælt sýningaratriði á Sjómannadaginn í þá gömlu góðu daga, hér má sjá menn takast á og mikill fjöldi manna að horfa. Því miður þekki ég ekki þessa menn en ef einhver getur hjálpað mér að finna út nöfn þeirra þætti mér vænt um að menn settu nöfnin í athugasemdir.
Seinni myndin er af Stakkagerðistúninu fyrir margt löngu og er þá litið sem ekkert búið að hreyfa við því. Ef grant er skoðað má sjá þarna beljur á beit. Myndin er tekin austast og horft er í vestur, ekki veit ég hvað þessar myndir eru gamlar.
Sigþór Ingvarsson skrifaði eftirfarandi í athugasemdir:
Heill og sæll, áhugaverðar myndir. Á neðri myndinni má þekkja nokkur hús svo sem Ármót ,Hrísnes, Ásnes , Hlíðarenda, Betel , Breiðholt, Hlíð, Reykji, Grundarbrekku, Búðarfell og eflaust fleiri hús. Ég held að myndin sé tekin á hólnum er Stakkagerði á, þ.e. þar sem Tröllkona Ásmundar stendur . Kveðja Sigþór.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
'Eg sé bara eina mynd getur það verið
Helgi sigurlásson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:22
Heill og sæll, áhugaverðar myndir. Á neðri myndinni má þekkja nokkur hús svo sem Ármót ,Hrísnes, Ásnes , Hlíðarenda, Betel , Breiðholt, Hlíð, Reykji, Grundarbrekku, Búðarfell og eflaust fleiri hús. Ég held að myndin sé tekin á hólnum er Stakkagerði á, þ.e. þar sem Tröllkona Ásmundar stendur . Kveðja Sigþór.
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.