28.9.2009 | 20:34
Í Valadal og Laufskálarétt um helgina
Húsið heitir Valadalur eftir samnefnum dal þar sem það er byggt.
Um helgina áttum við hjónin frábæra helgi norður í landi með góðu og skemmtilegu fólki.
Töluverður snjór var kominn þarna seinni daginn, sem gaf góða möguleika á að búa til snjóhús og snjókalla og kellingar.
Setið að snæðoingi t.f.v; Gestgjafar okkar Kristján og Kristín, þá kemur Hekla, Jóna Birna og Sveinn. Mynd 2; Kolbrún, Guðrún, Kolbrún, Kristján, Kristín, Hekla og Jóna Birna.
Góð aðstaða var fyrir íþróttaáhugafólið eins og okkur t.f.v; Sveinn, Kristján, Sigmar Þór, og heimasæturnar Kolbrún og Hekla.
Að sjálfsögðu var farið í Laufskálarétt þar sem hundruðir hesta og manna voru saman komin, aldrei hef ég séð annan eins fjölda af hestum og hestamönnum. Það var skemmtilegt að vera þarna innan um þetta fólk og fylgjast með því reka hrossastóðið af fjallinu.
Þeir voru margir flottir hestakallarnir. Mikill fjöldi manna kom á staðinn til að fylgjast með þótt veður hafi verið frekar leiðinlegt. Þó þetta sé ekki líkt neinni samkomu sem ég hef tekið þátt í kom mér aftur og aftur í hug Þjóðhátíðin í Eyjum, kannski var það lyktin sem gaus þarna upp öðru hvoru sem minnti mig á Þjóðhátíðina .
Jóna Birna og Kristin í matargerðinni. Kolla og Guðrún saddar eftir matinn.
Maturinn er mannsins megin, en hvað er þá hinu megin sagði maðurinn forðum. Kristján að fá sér bita af frábæru lambi sem var holugrillað. Stelpurnar slappa af eftir matinn.
Þær voru duglegar að byggja snjóhús og snókalla.
Þessari frábæru helgarferð í Valadal lauk með því að allar stelpurnar fóru út og byggðu snjókellingu, snjókall og snjóhús. Góður endir á þessari frábæru helgi í Valadal.
Hér eru hluti af stelpunum t.f.v: Hekla, Kolla, Kolbrún og Jóna Birna sita inni í snjóhúsinu.
Athugasemdir
Sæll Sigmar, það hefur verið þvílík fjör hjá ykkur Kollu að fara þarna norður, gaman að vita til þess að þið njótið lífsins, skilaðu kæri kveðju til Kollu frá mér.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 29.9.2009 kl. 12:47
Heill og sæll Helgi Þór, takk fyrir innlitið. Já það var virkilega skemmtileg síðasta helgi þarna norður í landi þó veður hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið. Ef maður er í góðum félagskap skiptir veður engu máli.
Ég þakka þér kveðjuna og ég er búinn að skila kveðju þinni til Kollu minnar og hún biður að heilsa á móti.
Kær kveðja héðan úr Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.9.2009 kl. 20:35
ótrúlegt ad thad sé strax komin snjór :)
Harpan (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.