Olíubryggjan inn í Botni

Olíubryggjan inn í botni

 Ekki veit ég hvort þessi bryggja hafði eithvað nafn, en í mínu ungdæmi kölluðum við peyjarnir hana Olíubryggjuna. Líklega var hún notuð til að dæla olíu í geymana út á Eiði.

Hún var einnig notuð af útgerðarmönnum í Eyjum sem notuðu hana til að leggja bátum sínum við hana og láta fjara undan þeim, þá gátu menn  kústað bátana eða hreinsað af þeim gróður og einnig hreinsað úr skrúfu. Þetta sparaði slippupptöku.  Í dag er svona aðstaða kölluð fæatækraslippur.

Eldri menn geta kannski frætt okkur um hvers vegna hún var byggð á sínum tíma.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Flottar myndir hjá Sigmar, þessi bryggja hlýtur að hafa verið rifin fyrir gos, allavega man ég ekki eftir henni, en gaman af þessu hjá þér.

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, Ég man ekki eftir  því hvenær  hún var rifin. En ég man mjög vel eftir bryggunni.

Takk fyrir innlitið.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.9.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband