Gömul mynd af húsum í Vestmannaeyjum

Húsamyndir gömul mynd

 

Þekkir einhver húsin á myndinni?

Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki grænan grun? Nema ef vera skyldi Bjarmi Helga Ben ? Nei. Hóll? Nei.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl frænka, mér datt lika í hug Hóll og hét húið þar við hliðina Boston ?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.9.2009 kl. 23:04

3 identicon

Blessaður frændi!       Ég held að þetta sé mjög gömul mynd.  Mér sýnist þetta vera frá vinstri: Reynir, þar var lengi verslun í kjallaranum.  Þetta hús er farið og er nú bílaplan norðan við bakaríið (áður Kaupfélagið).    Næst sést í húsið sem var verslun Önnu Gunnlaugson, þar voru alltaf "útstillingar" í glugga , sem sýndu hvaða bíómyndir væru til sýnis í Höllinni.    Ég kem ekki fyrir mig húsunum á bak við.      Næst er (óskýrt) stórt tveggja hæða hús, þar bjó á sínum tíma Ólafur Halldórsson læknir á efri hæð, og var þar með læknastofur og biðstofu fyrir sjúklinga.     Á neðri hæð voru um tíma  saumastofa þar sem Páll Lútersson klæðskeri var með sína starfsemi í vesturhluta og austanmegiin var ísbar, þar sem einnig var selt kaffi og kökur.  Mjög flott!   Næst er lítið svart hús  það hét Bjarg,  það var síðan flutt á Vesturveginn, í því bjuggu Steinka og Lási Færeyingur, en Steinka átti húsið.      Næst sést í Hlíðarhús,  síðan Hóll  og svo London.     Húsin í hægra horninu, held ég að séu bakhús frá Garðhúsum  (Vogsabakaríi)    Það er gaman að skoða þessar gömlu myndir,  hafðu þökk fyrir.     Kveðja B.P.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl  frænka, og þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar um þessi hús, þú þekkir þetta hverfi vel frá því þú áttir heima á Miðstrætinu ( Strönd) Þetta er virkilega skemmtilegt að fá nöfnin á öllum þessum húsum og skyringar með. Ég man eftir mörgu sem þú tengir við húsin eins og bíómynda aulýsingunum, ísbúðinni, læknastofuni hjá Óla Hall og fl.

Takk fyrir þetta Björk

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.9.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband