20.9.2009 | 11:47
Horft að olíuportinu og inn í Friðarhöfn
Gamlir eyjamenn kannast örugglega við þetta sjónarhorn. Myndin er tekinn frá stað þar sem vörubílarnir voru smúlaðir og þvegnir eftir löndun eða önnur verkefni. Slorið og drullan fóru bara í höfnina, þannig að það var nóg að éta fyrir sjófuglana eins og sést á myndinni ("Lengi tekur sjórinn við" var vinsælt orðatiltæki á þessum tíma .)
Á myndinni sést það sem kallað var olíuportið, Vinnslustöðin og var húið sem er nær ekki kallað Krókur ? Báturinn lengst til hæri er að mig minnir Emma ve.
Þetta svæði var fyllt upp og þar er nú planið fyrir aftan Herjólf og Herjólfsafgreiðslan.
kær kveðja
Athugasemdir
Þakka fyrir þetta og reyndar alla þína pistla og myndir Sigmar. Afar fróðlegt og skemmtilegt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2009 kl. 12:27
Heill og sæll Svanur Gísli og þakka þér innlitið, gaman að fá þessa athugasemd frá þér. Hvar ertu að starfa núna ?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.9.2009 kl. 12:53
Ég bý í Bretlandi og er að fást þar við myndbandagerð, viðtöl og soddan nokkuð :)
Skrapp samt til eyja í sumar og var svo heppinn að vera með þegar Herjólfur fór í eina "æfingaferðina" upp að Bakkafjöru og sá þá framkvæmdirnar þar.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2009 kl. 13:21
Flott mynd alltaf gaman að svona myndum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.9.2009 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.