Horft að olíuportinu og inn í Friðarhöfn

Horft að ólíuportinu 1

 Gamlir eyjamenn kannast örugglega við þetta sjónarhorn. Myndin er tekinn frá stað þar sem vörubílarnir voru smúlaðir og  þvegnir eftir löndun eða önnur verkefni.  Slorið og drullan fóru bara í höfnina, þannig að það var nóg að éta fyrir sjófuglana eins og sést á myndinni ("Lengi tekur sjórinn við" var vinsælt orðatiltæki á þessum tíma Blush.)

Á myndinni sést það sem kallað var olíuportið,  Vinnslustöðin og var húið sem er nær  ekki kallað Krókur ?  Báturinn lengst til hæri er að mig minnir  Emma ve.

Þetta svæði var fyllt upp og þar er nú planið fyrir aftan Herjólf og Herjólfsafgreiðslan.

kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka fyrir þetta og reyndar alla þína pistla og myndir Sigmar. Afar fróðlegt og skemmtilegt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Svanur Gísli og þakka þér innlitið, gaman að fá þessa athugasemd frá þér. Hvar ertu að starfa núna ?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.9.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég bý í Bretlandi og er að fást þar við myndbandagerð, viðtöl og soddan nokkuð :)

Skrapp samt til eyja í sumar og var svo heppinn að vera með þegar Herjólfur fór í eina "æfingaferðina" upp að Bakkafjöru og sá þá framkvæmdirnar þar.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Flott mynd alltaf gaman að svona myndum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.9.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband