Friðarhafnarbryggja þegar hún var trébryggja

Friðarhöfn Gjafar VE og Haraldur VE

   Myndin er tekin í Friðarhöfn þegar bryggan var trébryggja, þarna má sjá bátana Harald og Gjafar VE 300. Ekki veit ég hvers vegna þetta fólk er þarna á bryggjuni.

Hægt var í gamla daga að labba undir alla Friðarhafnarbrygguna og vorum við peyjarnir oft að veiða þarna undir, það sem var kannski píulítið neikvætt við að vera þarna við veiðar var að mikill grútur var þarna undir og af honum var ógeðsleg fýla sem fór í fötin. Það var ekki eins vel tekið á móti manni og vanalega  þegar maður kom heim í orðsins fyllstu merkingu Grútskítugur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband