Minning um mann. Árni Valdason

Árni Valda um borð

 Árni Valdason var fæddur á Miðskála undir Eyjafjöllum þann 17.september 1905.

Sex ára gamall flutti hann til Eyja með foreldrum sínum, sem fluttust þangað búferlum.  

Árni Var bráðþroska drengur og bar þá af flestum sínum jafnöldrum. En sitt er hvort gæfa eða gjörfuleiki, segir gamalt orðatiltæki, og svo reyndist Árna.

Ungur fór hann að vinna og afla heimili sínu. Um fermingaraldur var hann fastráðinn beitingarmaður á vetrarvertíðum og reyndist skyldurækinn og vandvirkur við það starf. Innan tvitugsaldurs byrjaði Árni sjómennsku á Eyjabátum og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti, svo að hann var á sínum manndómsárum eftirsóttur í bestu skipsrúm. Hann stundaði sjómennsku í um það bil 40 ár og þeir sem voru skipsfélagar hans , hrósuðu honum fyrir dugnað og sanna sjómennsku þegar á reyndi. Þeir unglingar sem voru á sjó með Árna báru til hans hlýjan hug, því þeim var hann notalegur og nærgætinn. Það sýndi best hans innri mann - góðan dreng.

Árni Valdason andaðist á Vífilstöðum þann 26 júli 1970.

Ég man mjög vel eftir Árna er hann átti heima í húsinu Sandgerði. Þetta minningar brot um Árna Valdason er að mestu byggt á minningargrein um hann úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1971.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann var ótrúlega líkur bróður sínum Sigga Valda:) Gæti verið mynd af honum.Takk fyrir myndirnar Simmi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Ragna og takk fyrir innlitið. já það er rétt hjá þér þeir voru mjög líkir bræðurnir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.9.2009 kl. 20:37

3 identicon

Sæll Simmi flott grein um gamla nágrannann margar mynningar um þennann sóma kall

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:15

4 identicon

Ekki er ég nú ´´eyjamaður,,en þú sem heldur þessari síðu úti átt heiður skilið fyrir það,fallegt og hlýlegar uppsetningar hjá þér og gaman að fylgjast með.Þó nokkra þekki ég úr  Eyjum og allt hið mesta sóma og dugnaðarfólk,hafðu þökk.

Númi (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:32

5 identicon

Gölli var flottur kall man vel eftir honum sem peiji þegar ég bjó á litlu Grund á Vesturvegi 24 þegar hann labbaði framhjá þá klappaði hann okkur guttunum altaf á kollinn og sagði jeppi á fjalli , þetta kom oft fyrir og gaman af þessari minningu um Árna Valda.

Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:03

6 identicon

Kæri frændi hvor ég man eftir vininum!-Við þekktum þennan mann,við all oft sáum hann-

Ef við hittumst við gott tækifæri skal ég segja þér skemmtilega sögu af mér sem barni og "Gölanum"

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið já það eru margar minningar um Árna valda.Kær kveðja

Heill og sæll Númi og þakka þér fyrir innliti, það er alltaf gaman að fá svona jákvæða umsögn um bloggið sitt. Hafðu þökk fyrir það. Kær kveðja.

Heill og sæll Tryggvi þegar þú minnist á þetta orðatiltæki "Jeppi á fjalli" þá man ég eftir að hann notaði þetta mikið. takk fyrir innlitið og myndirnar. Kær kveðja.

Heil og sæl frænka takk fyrir innlitið og það væri gaman að fá að heyra þessa skemmtilegu sögu ú Árna Valdason.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.9.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband