Gamall bíll á Bæjarbryggjunni

Gamall bíll á bryggju

Hér er gamall Vörubill á Bæjarbryggju, og bátur liggur þarna við brygguna, ekki þekki ég bátinn.

Gaman væri ef einhver þekkir bílinn og veit hvaða tegund þetta er og Tryggvi Sigurðson þekkir örugglega bátinn.

Ég bíð spenntur að fá athugasemdir hvað varðar þessa mynd.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Vörubíllinn er örugglega Ford AA árgerð 1928-31.

Offari, 15.9.2009 kl. 23:09

2 identicon

Já Simmi,Báturinn er Erlingur ll VE325 og bíllinn var í eigu Erlingana l og ll sem þeir áttu saman Sighvatur Bjarnason og Gunnar Marel Jónsson . Afi minn Tryggvi byrjaði að vinna hjá útgerðini (áður en hann fór um borð í Erling ll )og var hann bílstjóri á honum bíllinn er Ford árgerð 1928 og númmerið á honum var V 78 sá fyrsti með því númmeri og var það síðan í miklu uppáhaldi hjá afa Labba og fékk ég það í arf eftir þann gamla og príðir það bílinn minn en í dag.

Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þessi bíll er nokkuð líkur bílnum sem Sjonni, faðir minn átti um 1946, en hann var með mun stærra vélarhús og var af gerðinni "FARGO" sem var úr FORD fjölskyldunni. Ég á ágæta mynd af honum þar sem ég,  þá fimm ára stend við hann.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 16.9.2009 kl. 10:40

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir þakka ykkur fyrir innlitið og upplýsingarnar, gaman að fá þessar upplýsinar og sögur, það gefur þessum myndum meira gildi.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.9.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband