14.9.2009 | 20:08
Fallegt hús sem heitir Fagurlist
Húsið heitir Fagurlist og stóð við Urðaveginn. Vinstra meginn og bakvið sést í Hvol - Hærameginn sést í Gjábakka og Sætun. Stíghús, held ég að húsið heiti lengst til hægi. Þar bjó m.a. Jói í Stíghúsi. Jói tók mikið af myndum í gamla daga og eru þær oft sýndar á síðum um húsin sem fóru undir hraun -
Upplýsingar frá Kjartani Ásmundssyni og fl. Sjá athugasemdir.
Athugasemdir
Sæll vertu Simmi m inn.. Er þetta ekki Fagurlyst sem stóð við Urðarveg,þar sem Halli á Baldri átti heima..
þs (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:41
Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir upplýsingarnar, ég þekki ekki húsið en það gæti vel verið. Tryggvi hélt að þetta hús hefði staðið við Urðarveg man ekki hvað hann nefndi húsið. Það koma vonandi fleiri hér inn og staðfesta nafnið á húsinu.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.9.2009 kl. 22:03
Sæll Simmi mig mynnir að það hafi heitið Fagurlist eins og Þórarinn segir og sést í Hvol þarna norðan megin við Urðaveginn.Ég held að það hafi verið Urðavegur en ekki Urðarvegur þið leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 01:44
Rétt hjá þér Tryggvi,allavega er það Urðavegur á heimaslod.is
þs (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 03:38
Þetta er Fagurlist sem stóð við Urðaveginn. Vinstra meginn og bakvið sést í Hvol - Hærameginn sést í Gjábakka og Sætun. Stíghús, held ég að húsið heiti lengst til hægi. Það bjó m.a. Jói í Stíghúsi. Jói tók mikið af myndurm í gamla daga og eru þær oft sýndar á síðum um húsin sem fóru undir hraun -
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:47
Það þarf ekki neina spekinga til að þekkja að þetta hús sé Fagurlist.
Alveg auðþekkjanlegt ásamt umhverfinu.Litla húsið sem er fyrir austan Fagurlistina hét Litla Fagurlist..
Sem Jóhann Stígur átti heima í..KGM.
Karl G Marteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 17:37
Auðvita.. Hét húsið Fagurlyst..
Karl G Marteinson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 18:10
Samþykki það sem hér hefur verið skrifað og vil bæta við, að við hliðina á Hvoli (beint á móti Fagurlyst) stendur húsið Reykholt (eldra Reykholt) Yngra Reykholt stóð svo þar fyrir norðan. Þar áttu Ellert og Bóbó heima ásamt foreldrum sínum Unni og Karli.
Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 23:09
Heil og sæl öll sömul sem hafa skrifað hér athugasemdir, ég þakka ykkur upplýsingarnar, nú er þetta komið á hreint hvaða hús þetta er. Ég vissi það ekki þannig að það er gaman að einhverjir vilji hjálpa mér að texta myndina.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.9.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.