Strandvegur

Strandvegur Tryggvi

Strandvegur. Húsin til hægri á myndinni eru hús Helga Ben líklega hefur Vosbúð verið þarna þegar myndin er tekin og síðan kemur Mjólkurbarinn, þá Húsið Sandur. Ólafsvellir kemur Geitháls og Fagurhóll.

Þarna er verið að byggja ofan á Mjólkurbarinn eða húsið sem hann var í.

Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd ef einhver þekkir nöfnin á húsunum

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður frændi.   Húsið á milli Geitháls og Sands,  minnir mig að hafi verið kallað " Ólafsvellir "  Þegar ég var fimm ára bjó þar gamall maður ,( og kona ?)  sem hét Davið, það vantaði á hann annan handlegginn.  Þessi maður var kallaður " Davíð á Tanganum ".  Ég veit engin deili á honum, en hann er mér minnisstæður vegna þess að hann kenndi mér að lesa, ég mætti til hans daglega , með "Litlu gulu hænuna" undir hendinni og hann kenni mér að lesa á nokkrum vikum.----   Mikið þykir mér gaman af þessum myndum .  Kveðja,  Líka kveðja til Tryggva.  Björk.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl frænka og takk fyrir þessar upplýsingar og skemmtileg minningarbrot. Alltaf gaman að fá þessar athugasemdir frá þér.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.9.2009 kl. 19:58

3 identicon

Glittir ekki í eyjabúð þarna vinstramegin á myndinni?

Óskar Friðrik (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:10

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óskar Friðrik, jú mikið rétt þarna glittir í Eyjabúð sem nú hefur hætt rekstri.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.9.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband