12.9.2009 | 22:54
Dýpkunarskipið Vestmannaey
Grafskipið Vestmannaey kom til Vestmannaeyja 29. maí 1935.
Fyrsta skiphöfn voru: Runólfur Runólfsson Vélstjóri, Guðmundur Gunnarsson Vélstjóri, Helgi Guðlaugsson og Böðvar Jónsson.
Fyrsta verkefni var að dæla upp sandi innan við Básaskersbryggju og síðan úr innsiglingunni í krikan milli HEimakletts og Hörgeyrargarðs.
Gaman væri að vita hve mörg þúsund tonnum þetta dypkunarskip hefur dælt upp úr Vestmannaeyja höfn.
Skipinu var fargað, það er ótrúlegt hvað menn geta verið skammsýnir aðhafa ekki varðveitt þetta skip.
Athugasemdir
Sæll Sigmar, þakka þér fyrir innlitið hjá mér í gær, og ég er viss um að ég kíki í heimsókn hjá ykkur í siglingamál við tækifæri, nú er eins og þú veist lítið um að menn séu að varðveita skip og önnur verðmæti sem eru úrelt, ég veit til dæmis að Mótor báturinn Blátindur sem liggur við Bæjarbryggjuna hér í Eyju er ekki sá forngripur sem ég vildi sjá, allavega myndi ég vilja geta farið með ferðamenn á sjóstöng eða í hvalaskoðun, en í staðinn liggur hann og grotnar niður, að vísu á að taka hann á þurrt inn í pytti núna í haust og þétta hann en hann lekur ansi mikið orðið.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.9.2009 kl. 17:04
Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið. Já því miður er ekki áhugi fyrir að varðveita gömul skip hvað þá heldur dypkunarskip eins og Vestmannaey. Ég skoðaði Dýpkunarskipið Vestmannaey nokkrum sinnum og þykktarmældi það, og veit þess vegna að það var í ótrúlega góðu ástandi, enda var því vel við haldið af þeim grafaraköllum eins og þeir voru kallaðir í denn. Það er ömurlegt að ekki skuli vera hægt að halda við Blátindi. Ef við horfum á björtu hliðarnar þá eru fjölmargir menn allt í kringum landið að gera líkön af þessum gömlu bátum, við Eyjamenn eigum nokkra sem smíða líkön þar ber að nefna fremstan Tryggva Sigurðsson sem er algjör snillingur á því sviði.
Já Helgi láttu verða af því að koma í heimsókn í Siglingastofnun þú hefðir örugglega gaman af því.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.9.2009 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.