Dypkunarskipið Grettir

dypkunarskip og batar ÓR Dýpkunarskipið Grettir þá í eigu Vitamálastofnunar dýpkar innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn.  bátarnir sem eru á myndini eru Jötunn VE273 og Helgi VE333. Myndin er liklega tekin fyrir árið 1950 Tryggvi Siurðsson vinur minn benti mér á að Hegi VE 33 er þarna á myndinni og hann fórst 1950.

Árið 1954 var hafist handa um stórfelda dýpkun hafnarinnar. Var innsigling breikkuð alveg milli hafnargarðana, eins og aðstaða var frekast til, og dýpkuð þannig, að stærsta skip íslenska verslunarflotans ,, Tröllafoss" sigldi í fyrsta sinn inn í höfnina í Eyjum er þeirri framkvæmd var lokið, og lagðist hann að bryggju í Friðarhöfn, enda hafði þá höfnin verið dýpkuð alla leið frá ytri hafnargarðinum og þangað inneftir, í beina línu frá norðurhafnargarðinum. Voru þar að verki dýpkunarskipi ,,Vestmannaey" og Grettir sem sést hér á þessari mynd.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi myndin getur ekki verið tekin 1954 bátarnir sem eru á myndini eru Jötunn VE273 og Helgi VE333 svo hún er eldri kveðja Tryggvi.

Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Tryggvi og takk fyrir innlitið. Ástæðan fyrir því að ég tel að myndin sé tekin kringum 1954 er að í blaði sem ég á er sagt að dýpkun hafnarinnar með grafskipinu Grettir hafi hafist árið 1954 í því blaði er mynd af Grettir þar sem hann er að störfum á svipuðum stað og þessi mynd er tekin. Gaman væri ef fleiri myndu tjá sig um þetta hér.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.9.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband