7.9.2009 | 15:05
Skólavegur 2
Í þessu húsi er Lífeyrisjóður Vestmannaeyja. Í gamla daga var Flugfélag Íslands með aðstóðu í þessu húsi. Kalli í Alföt var þarna með fataverslun.
Þótt ég sé nokkuð gamall þá man ég ekki eftir verslun HB þarna.
Aftur á móti man ég eftir þessum bíl eða svipuðum bíl sem Helgi Ben átti og Kolbeinn eða Kolli á Hólmi keyrði á sínum tíma.
Kannski muna Lautarpeyjar eins og vinur minn Helgi Lása eftir því þegar billin rann af stað og valt ofan í Laut, heppni var að engin peyji varð fyrir bílnum þegar hann kom veltandi niður brekkuna.
Athugasemdir
Sæll Simmi Jú eg man eftir þessu atviki aldrei þess vant var enginn nálægt þetta eru alveg frábærar myndir hjá þér manstu ekki eftir að Kalli lögga var með fatabúð á horninu í þessu húsi Alföt held ég að hún hafi heitið erþað kanski rugl hjá mér bíð spenntur eftir fleiri myndum kveðja frá Eyjum
Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:48
Afsakaðu Simmi ég sé að þú hefur mynst á Kalla vin okkar í Alföt kveðja
Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:59
Heill og sæll Helgi takk fyrir innlitið, ég var ekki búinn að setja inn verslunina Alföt þegar þú skrifaðir fyrri athugasedina.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.9.2009 kl. 17:29
Sæll vertu Simmi minn. Er það ekki rétt munað að Raggi (sem var giftur Sönnu Sigga Þórðar) og þáverandi kona hans Sigrún ráku þarna sjoppu,einnig er ég klár að það var þarna strax eftir gos var mynja gripa verslum sem verslaði með hluti tengda gosinu,glös og fleirra, held að Bragi á Fluginu og Andri Hrólfs haf verið þann rekstur kv
þs (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 06:01
Heill og sæll Þórarinn takk fyrir innlitið. Ég man ekki eftir sjoppu þarna en þegar þú minnist á minjagripaverslunia þá held ég að hún hafi verið þarna. En ofar í húsinu þar sem Straumur var þar var joppa í eldgamladag, þar man ég eftir að hægt var að kaupa sælgæti.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.9.2009 kl. 23:43
Þetta er alveg rétt hjá þórarni það var sjoppa þarna frá ca 1975 til 1977 og ráku Raggi og Sigrún hana móðir mín vann þarna um tíma hjá þeim.
Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 01:26
Gott kvöld, var þetta hús ekki byggt af einu af kaupfélögunum sem stofnuð voru fyrir miðja síðustu öld ? Kveðja Sigþór
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:33
Gaman að öllum þessum gömlu Vestmannaeyjamyndum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 00:54
Sæll Simmi
Svo var Parísabúðin þarna líka. Hana ráku Alda og Lilli á Hressó. Þarna seldu þau m.a. hálsfestar, hringi og alls konar snyrtidót.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 04:27
Heilir og sælir Sigurður Þór og Pétur og takk fyrir innlitið. Já Pétur nú eru líklega konar allar þær verslanir sem þarna voru, þökk sé ykkur sem gerið athugasemdir við þessar myndir og bloggfærslur mínar. Þetta gerir myndirnar áhugaverðari.
Takk fyrir
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.9.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.