6.9.2009 | 21:20
Vélbáturinn Helgi VE 333
Þetta er vélbáturinn Helgi VE 333.
Hélgi VE fórst 7. janúar 1950 er hann rak vélarvana upp í Faxasker í aftakaveðri, Hann var að koma frá Reykjavík, allir sem um borð voru fórust.
Mér finst það skilt að nefna mennina sem töpuðu lífinu þarna í Helgaslysinu.
Hallgrímur Júlíusson skipstjóri 43 ára
Gísli Jónasson stýrimaður Siglufirði 32 ára
Jón Valdimarsson 1 vélstjóri 34 ára
Gústaf Adólf Runólfsson 2 vélstjóri 27 ára
Hálfdán Brynjólfsson matsveinn 23 ára
Sigurður Ágúst Gíslason 26 ára
Óskar Magnússon 22 ára
farþegar voru
Arnþór Jóhannson Skipstjóri Siglufirði 43 ára
Séra Halldór Einar Johnson 64 ára
Þórður Bernharðsson frá Ólafsfirði 16 ára
Gísli og Óskar komust lifandi upp í Faxasker en króknuðu á skerinu það var svo brálað veðrið að menn komust ekki að til björgunar og sömu nótt brann Hraðfrystistöðin til kaldra kola . þetta var mikil blóðtaka fyrir lítið samfélag eins og Vestmannaeyjar eru.
Athugasemdir
![identicon](https://secure.mbl.is/mm/img/identicon/7ac9cde2f49d401b826a52a7e7833754.png)
Helgi VE333 var sá bátur sem átti hvað flestar ferðir milli Islands og Englands á stríðsárunum síðari og þegar upp var staðið hafði hann siglt yfir 200 ferðir án óhappa það er því kaldhæðni örlagana að hann skyldi farast rétt við bæjardyrnar inn til Vestmannaeyja.
Þegar hann hljóp af stokkunum nýr hér í eyjum árið 1939 þá var hann stærðsta skip sem smíðað hafði verið á Islandi og mældist hann 120 tonn.
Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:35
![Smámynd: Ólafur Ragnarsson](https://t.blog.is/sNpha_VPU1P_U9cP_KIBlGyp-o0=/50x50/blog-users/ff/solir/img/fr_sjomenn_004.jpg)
Sæll Simmi . Mér er þetta slys í barnsminni. Sérstaklega vegna þess að faðir minn sem hafði róið 1 vertíð héðan úr Eyjum þekkti annan manninn sem komst lifandi upp í Faxasker. Svo minnir mig að presturinn (Halldór minnir mig að hann hafi heitið hvers son er ég alveg búinn að gleyma) sem fórst með bátnum hafi flutt erindið:"Um daginn og Veginn, sem var vinsæll útvarpsþáttur um þær mundir en því hafi ekki verið útvarpað fyrr en eftir að hann dó. Þ.e.a.s það hafi verið búið að taka það upp.sennilega á stálþráð en því hafi svo verið útvarpað eftir slysið En þetta getur nú allt verið rangminni hjá mér.Hvað um það en þessar gömlu myndir héðan úr Eyjum eru algerir demantar. Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 23:24
![Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson](https://t.blog.is/Z_JOAw2VwZtoNlyh4LZlLNzBSTY=/50x50/blog-users/0a/nafar/img/sigmar_thor_hofundarmynd.jpg)
Heilir og sælir Tryggvi og Ólafur og takk fyrir innlitið og þann fróðleik sem þið skrifið. Það eru einmitt svona athugasemdir sem gefa myndunum meira gildi. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hve margir hafa áhuga á þessum gömlu myndum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.9.2009 kl. 10:54
![identicon](https://secure.mbl.is/mm/img/identicon/501c52d9089573e506aca11fe6ceff90.png)
Heill og sæll ,eg hef hug á að segja frá aðdraganda fyrstu ferðar móðir minnar til Eyja. Hún var að flytjast búferlum hingað í janúar 1950 , búslóð hennar var komin um borð í Helga VE 333 í Reykjavík , Áætluð brottför að kvöldi 6 jan. Síðdegis þann dag hefur afi samband við pabba til Reykjavíkur og telur óráðlegt fyrir foreldra mína að taka sér far með Helga vegna veðurútlits ,móðir mín ófrísk og óvön sjóferðum, taldi ráðlegt að bíða skipaferðar nokkrum dögum seinna sem gert var . Menn vita hvernig fór um sjóferð þá, móðir mín stóð eftir allslaus sem er reyndar smámál miðað við mannskaðann. Kveðja Sigþór.
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:22
![identicon](https://secure.mbl.is/mm/img/identicon/e7505895b3548afb14d1dba4cab25f46.png)
Ævinlega blessaður frændi! Mér er í barnsminni, þessi skelfilega nótt, 7. janúar 1950, af tveim ástæðum ,annarsvegar vegna þessa umrædda sjóslyss og hinsvegar að það kviknaði í Hraðfrystistöðinni. Það var aftaka veður, hávaða austan rok og logandi neistaflug fauk vestur eftir, allt innundir Skiphella. Það var mikið um skipstapa og mannskaða á þessum árum, nánast á hverri vertíð. Kveðja.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:22
![identicon](https://secure.mbl.is/mm/img/identicon/30c0b83509a72b7586b93f9107b41e09.png)
Mér finst það skilt að nefna mennina sem töpuðu lífinu þarna í Helgaslysinu.
Hallgrímur Júlíusson skipstjóri 43 ára
Gísli Jónasson stýrimaður Siglufirði 32 ára
Jón Valdimarsson 1 vélstjóri 34 ára
Gústaf Adólf Runólfsson 2 vélstjóri 27 ára
Hálfdán Brynjólfsson matsveinn 23 ára
Sigurður Ágúst Gíslason 26 ára
Óskar Magnússon 22 ára
farþegar voru
Arnþór Jóhannson Skipstjóri Siglufirði 43 ára
Séra Halldór Einar Johnson 64 ára
Þórður Bernharðsson frá Ólafsfirði 16 ára
Gísli og Óskar komust lifandi upp í Faxasker en króknuðu á skerinu það var svo brálað veðrið að menn komust ekki að til björgunar og sömu nótt brann Hraðfrystistöðin til kaldra kola .
þetta var mikil blóðtaka fyrir lítið samfélag eins og Vestmannaeyjar eru.
Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 00:35
![identicon](https://secure.mbl.is/mm/img/identicon/0af4ceb1f0a794b102950d503a9d364a.png)
Þakka þessar uppl. Tryggvi - Gísli bróðir er skírður eftir Gísla sem þarna fórst - Ég held að synir Helga Ben. Gísli og Arnþór beri nöfn Gísla styrimanns og Arnþórs skipstjóra.
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:46
![Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson](https://t.blog.is/Z_JOAw2VwZtoNlyh4LZlLNzBSTY=/50x50/blog-users/0a/nafar/img/sigmar_thor_hofundarmynd.jpg)
Heil og sæl Björk frænka og þakka þér innlitið og upplýsingarnar um þá atburði sem gerðust 6. og 7 janúar 1950 það er örugglega mörgum minnistætt sem upplifðu þessa hræðilegu nótt.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.9.2009 kl. 23:49
![Smámynd: Ólafur Ragnarsson](https://t.blog.is/sNpha_VPU1P_U9cP_KIBlGyp-o0=/50x50/blog-users/ff/solir/img/fr_sjomenn_004.jpg)
Sæll félagi. Ég held að pabbi hafi þekkt þennan Gísla. Og að þeir hafi verið saman (að mig minnir) á Málmey sem Kjartan ljósmyndari átti. Og sem ég held að Valdi Guðjóns hafi verið með. En þetta getur verið rangminni hjá mér. Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 13.9.2009 kl. 01:27
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Hér kemur fróðleikur frá vini mínum Tryggva Sigurðssini
Helgi VE333 var sá bátur sem átti hvað flestar ferðir milli Islands og Englands á stríðsárunum síðari og þegar upp var staðið hafði hann siglt yfir 200 ferðir án óhappa það er því kaldhæðni örlagana að hann skyldi farast rétt við bæjardyrnar inn til Vestmannaeyja.
Þegar hann hljóp af stokkunum nýr hér í eyjum árið 1939 þá var hann stærðsta skip sem smíðað hafði verið á Islandi og mældist hann 120 tonn.
Hér kemur fróðleikur frá Sigþór Ingvarssyni:
Heill og sæll ,eg hef hug á að segja frá aðdraganda fyrstu ferðar móðir minnar til Eyja. Hún var að flytjast búferlum Til Vestmannaeyja í janúar 1950 , búslóð hennar var komin um borð í Helga VE 333 í Reykjavík , Áætluð brottför að kvöldi 6 jan. Síðdegis þann dag hefur afi ( Sigurjón Ingvarsson skógum) samband við pabba til Reykjavíkur og telur óráðlegt fyrir foreldra mína að taka sér far með Helga vegna veðurútlits, móðir mín ófrísk og óvön sjóferðum, taldi hann ráðlegt að bíða skipaferðar nokkrum dögum seinna sem gert var . Menn vita hvernig fór um sjóferð þá, móðir mín stóð eftir allslaus sem er reyndar smámál miðað við mannskaðann. Kveðja Sigþór.Takk fyrir þetta Sigþór