2.9.2009 | 23:34
Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn
Vel gengur að styrkja varnargarðana við Bakkafjöru og skilst mér að framkvæmdir sé á áætlun. þarna má sjá að farið er að raða grjótinu í utanverðum garðinum, hann á svo eftir að hækka töluvert.
Á myndinni sést það sem er verið að græða upp, og á seinni mynd sést endi garðsins og hreyfill flugvélar Flugféags Vestmannaeyja.
Myndirnar sendi mér vinur minn Arnór Páll Valdimarsson hjá Flugfélagi Vestmannaeyja.
Athugasemdir
Takk fyrir þessar myndir. Ég var einmitt á Bakka í gær, en ekki má fara niður á vinnusvæðið. Þessar myndir gefa mér góða yfirsýn yfir svæðið. Ég hef sérstakan áhuga á þessari höfn því móðurafi minn, Auðunn Ingvarsson kaupmaður í Dalseli lét flytja vörur í verslun sína á skipum upp á Landeyjarsand við Bakka. Þá er gaman að sjá myndir frá Verlsun Helga Ben þar sem faðir minn starfaði sem ungur maður .
Guðlaug H. Konráðsdóttir, 3.9.2009 kl. 00:37
Það er ágætt að sjá þessar myndir núna því sennilega verða þessir garðar ekki glæsilegir í vor þá verður ágætt að ylja sé við minningarnar.
Jóhann Elíasson, 3.9.2009 kl. 07:34
Sæll Simmi minn
Glæsilegar myndir og megi þessi framkvæmd verða blessun fyrir Eyjamenn og okkur öll.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.9.2009 kl. 01:38
Heil og sæl Guðlaug takk fyrir innlitið og athugasemdirnar sem þú skrifar. Já það verður gaman að fylgjast með hvernig tekst til með Bakkafjöruhöfnina. Ég sé á siðunni þinni að þú hefur áhuga á ættfræði þess vegna fletti eg upp nafninu Auðunn Ingvarsson í Sögu og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja og þar kom nafið í grein í Sjómannadagsblaði frá 1961 um Sigurð Sigurðsson frá Lögbergi. Þar segir m.a. Börn þeirra Seljalandshjóna voru þessi: Guðrún, fyrri kona Auðuns sál. Ingvarssonar bónda og kaupmans í Dalsnesi, Magnús Knútur, síðar bóndi að Seljalandi, Hannes lengst af bóndi á Brimhólum hér í bæ, Sigurður á lögbergi, Sveinbjörn, drukknaði ungur við Vestmannaeyjar, Hálfdán á seljalandi, dáinn. Set þett hér inn að gamni.
Til gamans má geta þess að ég man vel eftir Hannesi á Brimhólum ég keypti af honum lóð undir húsið mitt í Eyjum og byggði það við hliðina á Brimhólum.
Kær kveðja
Heill og sæll Jóhann bloggvinur og takk fyrir innlitið. Ekki er ég nú sammála þér að varnargarðarnir haldi ekki í vetur, enda held ég að þú sért nú meira að grínast með þetta
, getur valla verið að þú sért svona svartsýnn á þessa framkvæmd.
En allir meiga auðvitað hafa sína skoðun á þessum framkvæmdum og síðan sker tíminn úr um hvernig til tekst.
kær kveðja
Heil og sæl Rósa og takk fyrir innlitið, tek undir með þér að vonandi verður þessi framkvæmd til góðs fyrir alla.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.9.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.