1.9.2009 | 23:21
Vestmannaeyjahöfn kringum 1950
En myndir eru frá vini mínum Tryggva Sigurðs.
Austurhluti af Friðarhafnarbryggju sem var að mestu trébryggja á þessum tíma.
Heiðar Kristinsson sendir mér athugasemd hér við þessa færslu þar segir hann eftirfarandi: Á myndunum hér að ofan giska ég á að flutningaskipið sé Lagarfoss sem var seldur í niðurrif 1949 og er ekki togarinn annar af Vestmannaeyjatogurunum.
Og Tryggvi Sigurðsson segir að togarinn sé Bjarnarey VE 11
Fjöldi báta í höfn í Eyjum líklega landlega. Þarna má telja milli 50 og 60 báta. Skemmtileg mynd.
Athugasemdir
Heill og sæll félagi. Þær eru skemmtilegar þessar gömlu myndir hjá þér frá höfninni í Eyjum. Gaman að sjá myndirnar af Helga Helgasyni og hinar auðvitað líka. Á myndunum hér að ofan giska ég á að flutningaskipið sé Lagarfoss sem var seldur í niðurrif 1949 og er ekki togarinn annar af Vestmannaeyjatogurunum. Kveðja Heiðar Kristinsson
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:26
Togarinn er Bjarnarey VE11
Tryggvi Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:09
Heill og sæll Heiðar, Þakka þér fyrir innlitið og upplýsingarnar. Já það er gaman að þessum myndum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.9.2009 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.