30.8.2009 | 14:44
Helgi Helgason VE 343
Nöfnin á mönnunum á myndini um borð í Helga Helgasyni: Frá vinstri talið: 1 Þórarinn Sigurðsson skipasmiður (oft kallaður Doddi). 2 Magnús Jónsson vélstjóri. 3 Sverrir frá Siglufirði var lengi með Arnþóri skipstjóra . 4 Hannes Tómasson frá Höfn. 5 Arnþór Jóhannsson. 6 Gunnar Eiríksson Dvergasteini. 7 Ingólfur Matthíasson. 8 Guðjón pabbi Sævars Guðjónssonar kokks . Það var landað úr Helga mest 364 tonnum af síld og bara af dekkinu voru 1500 tunnur og hann mældist 189 tonn svo hann bar vel . Kv Tryggvi
Helgi Ben stórútgerðarmaður lét smíða þetta skip og á myndinni er hann í smíðum eins og sagt er.
Helgi Hegason VE 343 var teiknaður af Brynjólfi Einarsyni skipasmið m.m. og sá hann sjálfur um smíði hans á árunum 1943 til 1947. Hann var 189 tonn eins og Tryggvi segir hér að ofan, ekki hefur verið smíðaður stærri tébátur á íslandi hvorki fyrr en síðar.
Hann endaði í þurrafúa og var sagaður sundur á Akureyri 1965 eða 1966 og brendur.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Simmi
Er þetta ekki Helgi Helgason sem fórst við Faxasker 1950 ??
Kv.
KA
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 22:25
Heill og sæll Kjartan, Nei hann hét Helgi VE 333 sá bátur.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.9.2009 kl. 10:35
Kvitt ,og þakklæti fyrir góðar og gamlar myndir/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 7.9.2009 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.