29.8.2009 | 22:23
Gamlar götumyndir úr Eyjum
Bárugatan að vetri til húsið til vinstri er kaupfélag vestmannaeyja og Drífandi fjær. Ég man ekki nöfnin á húsunum hægra meginn.
Vestmannabraut séð í vestur, sennilega gott færi að hanga aftaní bílum á þessum tíma.
Á báðum þessum myndum er rafmagn flutt í loftlínum.
Myndirnar sendi mér Tryggvi Sigurðsson
Athugasemdir
Sæll Simmi.
Að hanga aftan í bíl var kallað að "teika" - Hvaðan sem það er nú komið. Sumt var öðruvísi en annarstaðar í Vestmannaeyjum : - )
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 22:59
Heill og sæll Kjartan, já alveg rétt hjá þér ég var búinn að gleyma þessu orði teika. Þetta var nú ansi gaman en sést ekki hjá krökkum í dag, enda kannski þægilegra að vera bara inni í heitum bílnum
Hvenær eigum við að hittast ? það er nú ekki langt á milli okkar hér í kópavogi er það ? ´Hvenær fórstu síðast í Kolaportið ?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.8.2009 kl. 20:25
Heill og sæll
Nú er ég í veiðitúr (hreindýra) fyrir austan og ætla að keyra norður og vera þar frammyfir helgi - Við verðum að fara að fá okkur kaffi og spjall. Af nógu er að taka . Það er langt síðan ég hef mætt í kolaportið, allt of langt -
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.