Ágústnótt, Lag Oddgeir Kristjánsson. Ljóð Árni úr Eyjum

Ágústnótt ForsíðaÁgústnótt bakhlið

 

Ágústnótt 1Ágústnótt 3

Þessi einblöðungur með laginu Ágústnótt  lag og texta ásamt nótum, hefur liklega verið gefinn út fyrir þjóðhátíð 1952 og þá hefur verið Þórsþjóðhátíð, Teikning er merkt JAG sem ég veit ekki hver er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fræðandi og gaman að lesa bloggið þitt Sigamar,þetta er frábært og fræðandi,og hvíld frá póliiksku þrasi/maður les þetta allt og hefur af því mikla ánægju/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2009 kl. 13:45

2 identicon

Sæll vertu Simmi minn..Þessi mynd er teiknuð af Ingólfi Úrara en hann hét Ingólfur Arnarsson Guðmundsson,þ.e.a.s var skírður Arnarsson en var Guðmundsson.rn hann gerði mikið af því að teikna þannig að fólkið hans á ekki langt að sækja listhneigðina kv .s

þs (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Haraldur og takk fyrir innlitið og gaman að heyra að þú hafir gaman að blogginu mínu.  þakka þér fyrir að gerast bloggvinur minn. Já ég reyni að sleppa því að blogga um pólitík og hrunið, það eru líka margir bloggvinir mínir sem eru duglegir að skrifa um það. Ég fylgist með þeim sem eru að blogga um þau mál og ég dáist að því hvað margir eru duglegir við það. Ég hef fylgst með blogginu þinu Halli í gegnum Jóhann Eliasson og Ólaf Ragnarsson og hef haft gaman af að lesa það.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.8.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir þessar athugasemdir um Ingólf Úrara gaman að fá þessar upplýsingar, man vel eftir þeim manni. Tek undir með þér um að fólkið þeirra Ingólfs og Jönu, þau eru listhneigt fólk. Man vel eftir hvað t.d. Sigurbjörn Ingólfsson vinur minn og skólabróðir var klár að teikna.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.8.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband