Eyjarnar suður af Heimaey

Suðureyjarnar Egill

 

 Sólsetur er fallegt í Vestmannaeyjum.

myndirnar tók Egil Egilsson

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

Heimaey.

 

 

Meðan báran á berginu gnauðar

um börnin þín stendur þú vörð

þú ert umvafin ólgandi hafi

og angan frá gróandi jörð.

Á sólbjörtum sumarsins degi

sælt er að koma á þinn fund.

Þá fagna mér útsker og annes

Eyjarnar, drangar og sund.

Þú er fögur í floskirtli grænum

fóstra hins bjargsækna manns.

Ert demantur drottins í sænum

Og djásnið í möttlinum hans.

 

Eftir Hafsteinn Stefánsson

 

Ráðhús Egill

 

 Ráðhús og Safnahúsið í Eyjum

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf gott að kíkja inn á bloggið þitt Sigmar, flottar myndir og mikill og góður fróðleikur, allar athugasemdir jákvæðar, ekkert Ices(L)ave kjaftæði gott fyrir að vita af föstum punktum í lífinu.  Ef þú rekst á Guðjón Ármann viltu þá skila kveðju til hans?

Jóhann Elíasson, 12.8.2009 kl. 07:47

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, takk fyrir innlitið. Ég hitti Ármann daglega og er búinn að skila kveðjunni frá þér, og hann bað fyrir góðar kveðjur á móti.

Hefurðu séð Moggan í dag þar sem segir að Lífeyrissjóðirnir geti afskrifað 4 miljarða (FJÖGUR ÞÚSUND MILJÓNIR) takk fyrir. Þetta er ekki síður áhyggjuefni Jóhann, alla vega fyrir okkur sem erum að nálgast eftirlaunaaldurinn.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.8.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér kærlega fyrir Sigmar.  Því miður Sigmar er ég HRÆDDUR um að þetta sé aðeins byrjunin á "opinberu" falli lífeyrissjóðanna, fjárfestingar lífeyrissjóðanna hafa verið mjög EINSLEITARí gegnum tíðina megnið hafa þeir (lífeyrissjóðirnir) lagt í hlutabréf og við vitum öll hver staðan er á þeim markaði í dag, af fasteignum lífeyrissjóðanna er lítill sem enginn arður og rekstur lífeyrissjóðanna er allt of hátt hlutfall af tekjum.  En verðum við ekki að vona það besta.

Jóhann Elíasson, 12.8.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband