Fallegar myndir frá Vestmannaeyjahöfn

Höfnin í Sólroða Egill

 

 Vestmanneyjahöfn .

þetta eru myndir frá höfninni, svolítið óvenjuleg stemming sem þessar myndir lýsa. Spegilsléttur sjórinn og skipin og Heimaklettur speglast í haffletinum og allt á rólegu nótunum.

Myndirnar tók Egill Egilsson og gaf hann mér leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt.

 

 

  

Heimaklettur og Klif Egill

 

 Heimaklettur og höfnin upplýst.

 

 

 

 

 

 

 

Klettur,bátar,höfn Egill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Léttir í Sólroða Egill

 

 

Mb. Léttir hafsögubátur sem þjónað hefur Vestmannaeyjahöfn vel í tugi ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll enn og aftur Simmi

 Það er nú bara jóla stemmning í þessum myndum. Egill er ekki verri ljósmyndari en bróðir sinn Heiðar

Kveðja.

Pétur

Pétur Steingrímsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Pétur, já þetta eru ótrúlega flottar myndir hjá honum og sérstök stemming í þeim.

takk fyrir innlitið

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.8.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi. Ég þakka þér fyrir að sýna okkur þessar frábæru myndir. Og myndin af þeim"gamla"hafnsögubátnum Léttir skemmir ekki. Það væri gaman að vita hve mörgum mannslífum hann hefur bjargað á sínum langa og farsæla ferli. Sértu ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 8.8.2009 kl. 03:57

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Þetta eru virkilega flottar myndir, takk fyrir að skella þeim hérna inn.

Aðalsteinn Baldursson, 8.8.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur, takk fyrir innlitið. Já Léttir hefur verið til frá því maður man eftir sér sem smástrákur, man eftir því þegar maður var út á Skansi að fylgjast með bátum koma inn og út úr höfninni að þá var Léttir stundum á ferð með lóðsana, oft í misjöfnum veðrum. Léttir hefur fylgt gæfa alla tíð ásamt því að honum hefur verið stjórnað af klárum skipstjórum.

Heill og sæll Aðalsteinn takk fyrir innlitið

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.8.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband