20.7.2009 | 16:25
Frábær þjónusta hjá TOYOTA.
Frábær þjónusta hjá TOYOTA.
Ég hef verið í fríi að undanförnu og þá aðalega á Suðurlandi. Eins og gengur þarf maður náttúrulega að fara stundum út af malbikinu og inn á blessaða malarvegina sem margir eru mjög grófir. Eftir akstur á einum slíkum vegi tók ég eftir að annað stefnuljósið hafði losnað og hékk útan á brettinu á TOYOTA Raf bílnum mínum, við nánari skoðun kom í ljós að festing sem átti að halda ljósinu hafði gefið sig. Það var því ekkert annað að gera en að líma þetta með límbandi þar til komið var í bæinn.
Ég fór síðan í morgun með hann í umboðið og spurði þá góðu menn hvort ekki væri hægt að fá þetta lagfært. Þjónustufulltrúinn tók lyklana og sagði skyldi skoða þetta og vita hvað hann gæti gert. Ég settist niður og fékk kaffi og nýtt vínarbrauð meðan ég beið. Það liðu 20 mín frá því ég kom inn og þar til hann kom aftur með bílinn, þá búinn að skipta um bæði hægri og vinstri stefnuljósin. Billinn er um tveggja ára þannig að viðgerðin féll inn í ábyrgðina.
Svona þjónusta eins og TOYOTA veitir er ein af mörgum ástæðum fyrir því að maður velur aftur og aftur bil frá þessu umboði.
Það er rétt að minna einnig á það sem vel er gert.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Félagi. Altso þolir þá fjallabílinn ekki að fara útaf malbikinu.
Með góðri kveðju og hafið það gott í fríinu Heiðaqr Kristinsson
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 07:50
Heill og sæll Heiðar minn, þetta er nú bara jepplíngur en ekki mikill fjallabíll. En staðreynd að hann þoldi ekki að fara þennan grófa malarveg
án þess að ljósin héldust á sínum stað. Ég er samt stoltur og ánægður með bílinn minn Heiðar, hann hefur staðið sig vel eins og TOYOTA gerir alltaf, og umboðið er örugglega það besta
.
Sömu leiðis hafðu það gott í fríinu og takk fyrir innlitið. Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.7.2009 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.