Ferðafélgag Íslands árbók 2009 Vestmannaeyjar

  Ferðafélgag Íslands árbók 2009 Vestmannaeyjar er komin út.

Árbók 2009 er að þessu sinni full af fróðleik um Vestmannaeyjar með mörg hundruðum  mynda frá Vestmannaeyjum, mannlífi,  úteyjum, dröngum og skerjum.

Texti er eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson en auk hans skrifa um jarðsögu Vestmannaeyja þeir Ingvar A. Sigurðsson og Sveinn P. Jakobsson. Um fuglalíf Vestmannaeyja skrifar Jóhann Óli Hilmarsson. Ritstjóri er Jón Viðar Sigurðsson.

Ég fullyrði að þetta er ein glæsilegasta bók sem skrifuð hefur verið um Vestmannaeyjar, og þarna er samankominn mikill fróðleikur um þessar fögru Eyjar. Það er t.d. sérstakir kaflar um allar úteyjar með sögu þeirra og örnefnum.  

Guðjón Ármann Eyjólfsson er aðalhöfundur texta að öðru leiti en teksta um jarðsögu og fuglalíf þar sem sérfróðir menn skrifa.

 Mig langar að óska þessum mönnum sem að þessari Árbók stóðu til hamingju með frábært verk sem eflaust á eftir að auka enn áhuga manna á Vestmannaeyjum..

Því miður má ekki setja mynd af Árbókinni hér á netið nema með skriflegu leyfi höfunda, en forsíða Árbókarinnar er með loftmynd af Vestmannaeyjum.

Ferðafélag Íslands; til hamingju með þessa glæsilegu Árbók um Vestmannaeyjar.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband