Björgunarbáturinn við Bæjarbryggjuna.

IMG_1086 

Við enda Bæjarbryggju í Vestmannaeyjahöfn  er  björgunarbátur í davíðum,  báturinn eða svipaður bátur var þarna í gamla daga og var þá hluti af þeim björgunarbúnaði sem þá þótti nauðsynlegur við höfnina, báturinn var með gafl að aftan og var búinn fjórum árum og fljótlegt að sjósetja hann. Ég sá þegar forveri þessa báts var notaður við björgun á manni úr Vestmannaeyjahöfn í kringum 1960. Ekki veit ég hvenær honum var fyrst fyrir komið þarna við Bæjarbrygguna.

Nú virðist sem þessum  bát sé eingöngu komið þarna fyrir til að fegra umhverfi Bæjarbryggju sem hann svo sannarlega gerir.

En til hvers er ég að skrifa um þennann björgunarbát ?, jú það er staðreynd að Vestmannaeyingar hafa verið í forusu hvað varðar öryggismál sjómanna, ekki bara hvað varðar öryggisbúnað um borð í fiskiskipum heldur einnig hvað varðar öryggi hafna. Þarna er staðsettur björgunarbátur sem gæti þurft að nota, en þó báturinn sé eingöngu ætlaður sem sýnigar eða skrautgripur er alveg með ólíkindum að menn skuli hafa borað tvö göt á byrðing hans til að troða böndum í gegnnum byrðinginn, gera hnút á böndin fyrir innann og nota þau til að halda bátnum að davíðunum. Ég segi nú eins og maðurinn forðum: Svona gera menn ekki (við báta). Allra síst í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum, þetta hlítur að hafa verið gert í einhverju hugsunarleysi.  Ef ég man rétt þá voru bönd eða vírar klæddir slöngu settir utan um bátinn og þannig var honum haldið að davíðunum. Vonandi verður þetta lagfært og sponnsað í þessi göt á byrðing þessa fallega björgunarbáts.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi,Ég átti leið um Búðardal í vikunni,og fékk mer bíltúr um Þorpið eins og gengur,þegar ég nálgast bryggjuna þá fannst mér ég kannast við róðrarbát sem var þar bundinn,jú mikið rétt er þar ekki kominn Jötunn,báturinn sem við rérum oftar en einu sinni á Sjómannadaginn,þetta var eins og að hitta gamlan vin.

Þegar ég fór að spyrja um tilurð hans þarna,þá var mér sagt að sonur Lárusar sem var með Herjólf hafi keift bátinn þegar hann var Sveitastjóri í Búðardal,þú veist kannski eitthvað meira um þetta?

Það er alveg ástæða fyrir gamla Vestmanneyjinga að kíkja á Bryggjuna í Búðardal þegar þeir eiga leið um.kv

þorvaldur hermannsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorvaldur, Gaman að lesa þetta frá þér, en ég veit nú ekkert um söluna á þessum róðrarbát, en er þetta tré kappróðrarbáturinn  Jötun ?

Takk fyrir innlitið, kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.7.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband