7.7.2009 | 14:12
Minnig um mann. Magnús K. Magnússon
Magnús Kristleifur Magnússon var f. 4. nóvember 1890 d. 25.maí 1972.
Magnús Kristleifur Magnússon var fæddur að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd á Suðurnesjum og byrjaði ungur að róa á áraskipum sumar og vetur frá heimabyggð sinni.
Til Vestmannaeyja kom Magnús fyrst til vertíðarstarfa árið 1918 og var þá með Guðjóni á Sandfelli. Magnús og Þórður Gíslason stofnsettu fyrsta netaverkstæðið í Vestmannaeyjum árið 1939 þeir nefndu það Netagerð Magnúsar og Þórðar en síðar fékk þetta fyrirtæki nafnið Veiðafæragerð Vestmannaeyja. Magnús var mikill sómamaður sem vann að sjávarútveginum alla ævi bæði á sjó og í landi. Hann kenndi lengi ungum eyjamönnum verklega sjóvinnu, fyrst við verknámsdeild Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum þar sem kennd var netabæting og felling neta. Við stofnun Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1964 kenndi hann ásamt sonum sínum og Hallgrími Þórðarsyni fjölbreytta verklega sjóvinnu fram á síðustu æviár. Kona Magnúsar var Þuríður Guðjónsdóttir.
Á myndinni er Magnús Kristleiifur Magnúson brosmildur með tertu sem á stendur Sjóvinnunámskeið 1961.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Dásamlegt að sjá þessa gömlu mynd. Þarna sé ég nokkra skólabræður..Hvað tíminn líður hratt?![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 18:23
Heil og sæl frænka og takk fyrir innlitið, já þeir eru flottir þessir peyjar![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Grin.png)
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.7.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.