Brynjólfur Einarsson skipasmiður m.m.

Tilvalið efni í Rukkara. 

Ég hafði lengstum líkamsburði smáa

og litlum hefi afrekum að flíka

en drottinn gaf mér drjúgan skammt af þráaBrinjólfur og Gísli

og dálítið af þolinmæði líka.

 

Um stöðuval ég stöðugt óð í villu

til starfa sitt hvað læði því og kann.

Hef nú loksins lent á réttri hillu

labba um og rukka náungan.

 

Bæði reitir rukkarinn

ríkismenn og fátæklinga

hann er nú að heimta inn

hlandskuldir og blóðpeninga.

 

 Ort af Brynjólfi Einarsyni skipasmið er hann var rukkari

 hjá  Vestmannaeyjabæ og Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.

Brynjólfur var f. 7. júni 1903 d. 11. april 1996 hann var skipasmiður og bæði teiknaði og smíðaði skip.

                  

Á myndinni  er  Brynjólfur Einarsson  og Gísli sonur hans

kær kveðja SÞS

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi Þú klikkar ekki gaman að þessu hjá þér kveðja úr blíðunni Helgi Lása

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Mig minnir að Brinjólfur hafi verið yfirsmiður þegar Helgi Helgason var smíðaður inni í botni,mig minnir endilega að hann hafi sagt mér það sjálfur.þegar ég eitthverju sinni spurði hann um Helga sem fórst á Faxaskeri,annars man ég vel eftir Brinjólfi sem smið í slippnum hjá afa,sem innheimtu manni man ég ekki eftir honum.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 14.6.2009 kl. 10:53

3 identicon

Heill og sæll frændi minn.
Ég hafði gaman að lesa þetta eftir Brynjólf.  En ég get sagt þér hér og nú
að ég á viðtal við Brynjólf sem frændi okkar hann Ingólfur Matt spjallaði við
Brynjólf. Það eina sem ég man úr þessu viðtali er að Brynjólfur sagði draum
í viðtalinu sem ég man enn draumurinn fjallar um sjósetningu á Helga sem fórst síðar
á Faxaskeri, en Brynjólfur sagði við mig eftir viðtalið Stjáni
nú er draumurinn til á teypi.
Það væri gaman að vita hvort einher af hans afkomendum hafi heyrt þennan draum.
Kær kveðja Stjáni Óskars.

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Lása og takk fyrir innlitið, sendi þér og Mortu sömu leiðs kveðju héðan úr Kópavogi.

Heill og sæll Laugi , það er rétt hjá þér að hann bæði teiknai og smíðaði Helga Helgason sem á sínum tíma var stæðsta tréskip sem smíðað hefur verið á Íslandi, hann var í Eyjaflotanum til 1960 að hann var seldur norður. Brynjólfur var held ég síðustu starfsárin sín rukkari. Hann var órtúlega skemmtilegur Kall. Takk fyrir innlitið. Kær kveðja SÞS

Heill og sæll Frændi minn, Já það er alltaf gaman af vísum og ljóðum Brynjólfs. Það væri gaman að fá að hlusta á þetta viðtal með Brynjólfi og Ingólfi, það er örugglega skemmtilegt. Eru ekki vísur efttir hann í þessu viðtali ?. Ég er alveg viss um að Snorri vinur minn í betel hefur heyrt um þennan draum, hann kann margar vísur og sögur um Brynjólf. Snorri skrifaði skemmtilega grein um vísur Brynjólfs  í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1997 þar eru margar góðar vísur og oft er með tilefni þess að þær voru gerðar.

Takk fyrir innlitið og þessa athugasemd 

 Kær kveðja héðan úr Kopavogi SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.6.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband