Minning um mann; Sævar Benónýsson skipstjóri ( Sævar í Gröf)

  Sævar Benónýsson skipstjóri  F.11. febrúar 1931 D. 15. janúar 1982.

Ási í Bæ gerði þessar vísur um Sævar í Gröf og nefndi þær Lúkkarsvísur.

Lúkkarsvísur

Við munum hann frískan í fasi

með fögnuð í augunum björtu Einar, Binni,Sævar

svo lengi sem lyft verður glasi

og lifa sæbarin hjörtu.

 

Hvort hann lagði dýpst á dröfn

eða dorgaði uppvið sand

fleyinu stýrði heilu í höfn

og hoppað i karskur í land.

 

Ungur stóðann við öldu stokk                Einar Sigurðsson; Benóný Friðriksson, Sævar Benónýsson

af öðrum góðum bar,

en þegar reyndi á þennan skrokk

þá vissum við hver hann var.

 

Me línu handfæri nætur og net

í nepju og veðradyn

á Gullborgu slógu þeir met á met   Gullborg RE 38

því magnað er fransarakyn.

 

Samhentir feðgarnir sigldi höf

og saman var gaman að slást,

því sonur ´ ans Binna,

hann Sævar í Gröf

síðastur manna brást.

 

Suðaustan 14 í siglum hvín,

af seltunni þyrstir mann,

bergja þá vinirnir brennivín

og bokkunum reddar hann.

 

Látum þá bítast um arð og auð

eignast banka og hrað,

gleðjast við orður og gáfnafrauð,

við gefum skít í það.

 

Hver þekkir drauminn sem bakvið býr

það brjóst sem heitast slær,

lífið er undarlegt ævintýr

sem engin skilið fær.

 

Kvöldrauðan jökul við bláman ber

og bjarmar við skýjahlið,

ísíðasta róðurinn Sævar fer

og siglir á ókunn mið.

 

Við munum hann frískan í fasi

með fögnuð í augunum björtu

svo lengi sem lyft verður glasi

og lifa sæbarin hjörtu.

 

Ási í Bæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu Simmi minn,,,Það kemur mér verlega á óvart að enginn skuli gefa "athugasemd" á Sævar í Gröf,þessar vísur eru algjör snild,og svona hluti gerir enginn nema Ási í bæ,ég reyndar þekkti Sævar í gamladaga "flotur gaur",kannski of blautur ætla ekki að leggja dóm á það,en "hann fiskaði" það ég sé ég í gömlum pappírum hjá ísfélagi Vey sem tilheyra Hraðfrystistöð  Vestmannaeyja,kv þs

þs (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir þessa athugasemd. Já ég tek undir með þér, maður hélt að einhverjir lsettu hér inn athugasemdir við ljóðið um Sævar. En kannski erum við bara orðnir svona gamlir Þórarinn minn, það eru margir af þeim sem þekktu Sævar hættir að vera til eins og maðurinn sagði.  

Kær kveðja til ykkar hjóna

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.6.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband