Nokkrar gamlar myndir frá höfninni í Eyjum.

Reynir VE 15 1963Sjöfn VE 37 1964

 Reynir VE 15 við löndun með krana í Friðarhöfn, mjög liklega er Högni í Vatnsdal við stjórn hans. Á næstu mynd er Sjöfn VE á landleið Elliðaey í baksýn, einnig má sjá bilflak í forgrunni myndarinnar.

Haraldur SF 70 1962Leó VE 400  1963

 Haraldu SF-70 heitir þessi frambyggði bátur sem er þarna við SA endan á Friðarhafnarbryggju, hann var  byggður í Vestmannaeyjum 1962 af Skipaviðgerðum hf  og var 35 brl byggður úr eik . Báturinn fórst 10. nóvember 1977 norður af Öndverðarnesi og með honum 2 menn. Á mynd fjögur er Leó VE-400 bundinn milli bryggja í Friðarhöfn, en þarna var verið að mála bátinn í góðu sumarveðri.

                                                   

Reynir VE 15 að landa síld 1963

 

Þarna eru nokkrir Eyjabátar þar á meðal Reynir VE 15 í miðju, fyrir framan hann er Skúli Fógeti VE 185 en fyrir aftan Reynir er Ver VE 318.

Þessar myndir tók Vinur minn og vinnufélagi Ómar Kristmannsson á árunum 1962 til 1964

 

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi,Mér rámar aðeins í bátinn Harald,var hann gerður út frá Eyjum,og hver átti hann þá ? kv

þorvaldur hermannsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorvaldur, ég held að Haraldur hafi ekki verið gerður út frá Vestmannaeyjum, alla vega man ég ekki eftir því. Ég man aftur á móti vel eftir því þegar hann var í smíðum í fjöruni fyrir neðan Vinnslustöðina þar sem allir nótabátarnir voru geymdir og ég man líka þegar hann var sjósettur. Það voru Skipaviðgerðir hf sem byggðu Harald SF 70 en það fyrirtæki var stofnað 1958 af þeim skipasmiðum Bárði Auðunssyni, Eggert Ólafssyni og Ólafi Jónssyni.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.6.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

M;ig minnir að Haraldur hafi verið gerður út um tíma frá Grindavík eða Þorlákshöfn,ég man að Gunnar afi taldi þyngdahlutföllin í bátnum ekki vera góð,en ekki man ég hvað það var sem hann setti út á.

En hvenær verður Eggert svo yfirsmiður í Sælaslipp??.

En annars hafðu þökk fyrir skrifin í gestabókina mína og þessa pistla þína sem eru fróðlegir í meira lagi og formannavísurnar eftir Benidikt frábærar,og ekki eru báta og manna myndirnar að skemma.

Takk Sigmar Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.6.2009 kl. 14:13

4 identicon

Sæll Sigmar ég á minningar í sambandi við hann Harald SF, þegar verið var að leggja lokahönd á smíði á bátnum var hann strengdur við friðarhafnabryggjuna líklega til að hann óhreinkaðist ekki, þarna á horninu á bryggjuni var alltaf björgunarbátur hangandi í gálga,nema hvað ég ætlaði að fara að skoða nýsmíðina og stekk á stefnið á Haraldi skrika fótur og auðvitað beint í sjóinn,en þá var ég svo heppin að hafnarkallarnir voru nýbúnir að slaka björgunarbátnum niður og heyrðu skvampið í sjónum þegar ég lenti í sjóin,mig minnir að ég hafi farið fjórum sinnum á bóla kaf áður en ég flaut og hafnarkallarnir björguðu mér og keyrðu mig heim.

kveðja Óskar Þór frændi og til hamingju með síðuna og sjómannadaginn

Óskar Þór Óskarsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Simmi minn

Flottar myndir. Ég er líka með gamlar myndir í nýjustu færslunni minni og var einnig með gamlar myndir í svipaðri færslu sem ég birti á Sjómannadaginn 2008.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:49

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og Sæll 'Oskar Þór Og þakka þér kærlega fyrir þessi minningarbrot og góðar hamingjuóskir, já það voru ekki fáir peyar sem hafnarkallarir björguðu upp úr höfninni í gamla daga.  

Hvað er að frétta af þér ? er trillan en gangfær  ?

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.6.2009 kl. 22:38

7 identicon

Trillan Leó MB 8 er í góðu lagi þú vgetur séð video af bátaflotanum á feisbúkk hjá Kollu. annars er ég alltaf að búast við ykkur Kollu í heimsókn

Ég tók eftir því að Haraldur hefur sokkið á afmælisdaginn minn

kveðja 'OÞÓ

Óskar Þór Óskarsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband