3.6.2009 | 20:59
Minning um mann. Arnoddur Gunnlaugsson útgerðarmaður og skipstjóri
Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri F. 25. júni 1917 - D. 19. október 1995
Hryggð er nú í huga mér,
Góður drengur fallinn frá,
frestur enginn veitist þá.
Þegar sorgin sárust er
sýnist dimmt í heimi hér
Eins og sólar birtan blóð
breytist þá í frost og hríð.
Addi kom mér oft í hug
átti kraft og hetjudug.
Engan sá ég eins og hann,
ágætari heiðursmann.
átti jafnan heima þar.
Alinn upp við storm og strit,
stælti það hans afl og vit.
Fljótt hann fór að sækja sjó,
sjómanns snilld í honum bjó.
Ungur lærði Ægi við
örnefni og fiskimið.
Fögur var hans formannsbraut,
fiskisæld og heiður hlaut.
Ótal kosti yfirmanns
allir sáu í starfi hans.
Suðurey var sómaskip,
Arnoddur og útgerð hans
öll bar merki heiðursmanns.
Segja má til sjós og lands,
sólskin ríkti í lífi hans.
Heimilið var höfnin best,
hjartkær konan, gæfan mest.
Lífið okkur lánað er,
lifum við um tíma hér.
Er við hverfum heimi frá
himna dýrð við öðlumst þá.
Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson
Athugasemdir
Sæll Simmi
Addi á Suðurey var mikill sóma maður - Heimurinn væri betri ef fleirri væru eins og hann var -
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:25
Arnoddur var Gunnlaugsson.
Kveðja, Ágúst.
Ágúst Karlsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 08:02
Heill og sæll Ágúst þakka þér fyrir að benda mér á þetta, þarna var prentvilla hjá mér.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.6.2009 kl. 08:23
Heill og sæll Kjartan, tek undir það að Addi var sómamaður og allir þeir bæður til fyrirmyndar.
þakka þér innlitið
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.6.2009 kl. 12:24
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:02
Heil og sæl frænka, nei ég fer ekki til Vestmannaeyja á þennan Sjómannadag.
takk fyrir innlitið.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.6.2009 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.