1.6.2009 | 15:54
Minning um mann. Sighvatur Bjarnason útgerðarmaður og skipstjóri
Sighvatur Bjarnason Skipstjóri. F. 27. okt. 1903 D. 15. nóv 1975.
stáli vígðir, gildir þættir,
úrvalsfólk á allan hátt.
þar sem úthafsaldan syngur,
ungur vaskur Stokkseyringur,
lærði hafsins lögmál brátt.
Formaður varstu í fremstu röðum,
framsókn þín í með skrefum hröðum,
er þú komst í Eyjarnar.
Eftirsóttur aflamaður,
út á sjónum hress og glaður,
Erling keypti upp á sandi,
er þar hafði lent í strandi,
kominn nýr frá Köpenhafn.
Hófst þín útgerð og með honum,
aldrei brást hann þínum vonum,
honum fylgdi happ og lán.
Útgerð þín var öll til sóma,
aflsæld og stjórn til blóma,
áttir jafnan fleyin fríð.
Brátt þér veittist sæld og sómi,
segja má að stæði ljómi
af þinni frægu formannstíð.
Silfur hafs á síldarmiðum
sóttir fast, með engum griðum,
gekk þá fljótt að fylla skip.
Á mb. Minnie oft var gaman,
sæmdar menn þar komnir saman,.
þar var allt með sæmdarsvip.
Minningar ég margar geymi
meðan lifi í þessum heimi.
Á sama skip sigldum við.
Þú varst mér sem besti bróðir,
beindir mér á gæfu slóðir
út á lífsins ævisvið.
Hugsjón þín og happaverkin
hafa sýnt oss bestu merkin,
þó að þú sért fallin frá.
Minning þín mun lengi lifa,
landi og þjóð til heilla og þrifa.
Gleðst nú sál þín Guði hjá.
Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson sem var fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 hann var tugi vetrarvertíða vélstjóri á bátum frá Eyjum, en stundaði síldveiðar fyrir norðan á sumrin
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Sigmar og þakka þér þennan kveðskap. Hann er skemmtilegur og fjallar á hispurslausan hátt um þessa miklu aflakló. Ég hegg samt eftir endurtekningunni í fyrstu og annarri línu í fjórða versi á orðinu "sóma". Það er stílbrot í kvæðinu finnst mér. Er kvæðið örugglega svona?
Bestu kveðjur,
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 16:32
Heill og sæll Svanur þetta er rétt hjá þér ég hef ekki skrifað kvæðið rétt klikkaði á einu orði, þarna á að standa blóma. Þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd, ég leiðrétti þetta snarlega. Nú líður að Sjómannadegi og þess vegna finnst mér rétt að minna á þessa menn sem voru í forustu um miðja síðustu öld.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.6.2009 kl. 17:29
Blessaður frændi!
Ég er að velta því fyrir mér, hvort þessi maður, Benedikt Sæmundsson, muni hafa verið bróðir þeirra, Þorvaldar (kennara) og Helga, Sæmundssona. kveðja B.P.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.