21.5.2009 | 23:45
Ótrúlegur kraftur í Bakkafjöruframkvæmdum
Eftir að Addi Palli vinur minn sendi mér myndirnar í gær af Bakkafjöruframkvæmdum séðar úr lofti, stóðst ég ekki mátið og keyrði þarna austur í dag til að skoða þetta með eigin augum. Með í för var Siggi Óskars mágur minn og Magnús Orri Óskarsson. Við byrjuðum á því að skoða námurnar sem grjótið í varnargarðana er tekið en námurnar eru langt upp í fjalli, en þaðan er keyrt með það niður á sléttlendið framan við Seljalandsfoss. Að námunum liggur óvenju breiður og góður vegur en nokkuð brattur. Þegar upp er komið getur maður keyrt ofan í námurnar, þegar þangað er komið gerir maður sér góða grein fyrir því hvað það er gríðalega mikið magn af efni sem þarf í þessa varnargarða. Þarna uppi er líka mjög fallegt útsýni yfir Fljótshlíðina og út í Eyjar.
Fyrstu þrjár myndirnar eru teknar uppi við námurnar, Sigmar Þ og magnús Orri og Siggi og Magnús Orri.
Myndir 4 og 5 eru teknar af vestari varnargarðinum sem er komin 50 til 70 metra út í sjó. Á mynd 6 er Magnús Orri við hjólið á einu flutningatækinu.
Mynd 7 er af austur varnargarðinum en mynd 8 af þeim vestari sem virðist vera kominn lengra út.
Þessir drengir komu frá Vestmannaeyjm meðan við stoppuðum þarna úti á garðinum, á myndini sést Karl Helgason og Magnús Gíslason því miður þekki ég ekki litla peyan en einn af bátnum var farinn í land ég held að hann heiti Ágúst.
Þessi tæki sem stundum eru kallaðar búkollur, eru engin smásmíði eins og sjá má á þessari mynd,, en mikill fjöldi af þessum bílum var þarna á ferðinni niður á sandinn með grjót og annað efni í varnargarðana. Ég hef fulla trú á því að þetta mannvirki eigi eftir að vera tilbúið á tilsettum tíma.
Kær Kveðja SÞS
Athugasemdir
Voru mennirnir ekki í björgunarvestum?
Jóhann Elíasson, 22.5.2009 kl. 13:04
Nú er bara að vona að Guð og góðar vættir gefi að þetta gangi upp.Þá verður vonandi umbylting á ferðamáta okkar Eyjamanna.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:46
Heill og sæll Jóhann og þakka þér innlitið. Jú að sjálfsögðu voru allir í bjargvestum sem þarna voru um borð, eins og þú eflaust veist eru eyjamenn þekktir af frumkvöðlastarfi í öryggismálum sjómanna. Ef þú skoðar myndina sést vel að þeir eru með bjargvesti af nýjustu gerð, það er að segja bjargvesti sem þeir geta blásið upp eða þau blásast upp sjálfkrafa þegar menn lenda í sjónum. Þessi vesti eru nú þegar viðurkennd og mikið notuð af skemmtibátamönnum en þau voru fyrst notuð af mönnum sem unnu við skutrennur á togurum þar sem þau eru fyrirferðalítil óuppblásin og auðvelt að vinna með þau. En þau þarf að skoða árlega.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.5.2009 kl. 17:50
Heil og sæl Ragna og takk fyrir innlitið. Já ég tek undir méð þér og vona að Guð og góðar vættir fylgi þessari framkvæmd og dæmið gangi upp
.
Kær kveðja héðan úr Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.5.2009 kl. 18:01
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar. Ég er nú ekki betur upplýstur en það að ég sá ekki vestin sem þeir voru í. Annars hefði ég nú getað sagt mér það að þú hefðir ekki byrt mynd af þeim hérna á blogginu þínu hefðu þeir ekki verið í vestum.
Jóhann Elíasson, 22.5.2009 kl. 18:28
Er þetta ekki Hugin Helga. Gaman að skoða þetta blogg hjá þér kem hér inn á kverjum deigi frábærar myndir.
Kv. Alli
Alli Jónatans Californíu (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 05:20
Heill og sæll Jóhann, það er lítið að þakka, ég er ekki hissa á að þú hafir ekki tekið eftir þessu, þú hefur auðvitað haft í huga stór og mikil kubbabelti eins og voru og eru um borð í skipum í dag. Ég hefði nú örugglega sett myndina á bloggið þó þeir hefðu verið vestislausir, en þá með athugasemdum auðvitað.
kæt kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.5.2009 kl. 16:57
Heill og sæll Alli, gaman að fá þessa athugasemd frá þér, alla leið frá Californíu. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir að fólk skoðar þessar bloggsíður alstaðar úr heiminum, en fáir setja inn athugasemdir. Ég held að þetta sé Kalli á myndinni en ef það er ekki rétt gerir vinur minn Helgi Lása örugglega athugasemd við það hjá mér, Hann kemur stundum inn á bloggið mitt með athugasemdir.
Þakka þér kærlega fyrir innlitið Alli og kærar kveðjur héðan úr Kópavogi.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.5.2009 kl. 17:05
Sæll Simmi Jú þetta er Kalli og Gústi vinur hans gaman að sjá að Alli frændi fylgist með okkur kveðja til ykkar beggja frá Paradis norðursins Helgi Lása
Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.