20.5.2009 | 21:54
Nýjar myndir frá framkvæmdum í Bakkafjöru
Þessar myndir af Bakkafjöruframkvæmdum sendi mér vinur minn og gamall skólabróðir Arnór Páll Valdimarsson frá Flugfélagi Vestmannaeyja en myndirnar tók hann í dag.
Farþegar í þessari ferð voru tveir gamlir fyrverandi nágrannar mínir af Illugagötu.
Á myndunum sést vel að tveir varnargarðar eru að byrja að fara út frá ströndinni.
Hér að ofan má sjá farþega í umræddri flugferð og góða mynd af öðrum varnargarðinu. Það er sælusvipur á farþegunum Kristjáni Óskarsyni frænda mínum sem þarna lignir aftur augum og nýtur flugsins og fyrir aftan hann er Garðar Björgvinsson smiður í Tréverk. Við hliðina á Kristjani situr alnafni hans Kristján Valur Óskarsson sem fékk að fara með afa sínum í þessa ferð yfir Bakkafjöru.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:37
Takk fyrir þetta frændi, það er ekki nógu gott að maður skuli ekki þekkja frænda sinn
en ég lgfæri bloggið strax.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.5.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.