18.5.2009 | 17:00
Fyrstu bílhlössin komin í Bakkafjöru
Einn góður vinur minn kom til mín í dag með þessa loftmynd og gaf mér. Myndin er af Bakkafjöru.
Þarna má sjá hvernig byrjað er að keyra grjóti og efni í annan varnargarðinn í Bakkafjöruhöfn. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta verk gengur í sumar en garðarnir eu að mig minnir hvor um sig 500 metra langir.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll frændi, ég held ég hafi séð þér bregða fyrir fyrir utan Valhöll í morgunsárið? Þorði nú samt ekki að svífa á þig. Vonandi hefur þú ekki verið í pólitískum erindagjörðum
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 17:30
Vonandi að takist að klára þessa framkvæmd.
Þegar ég las fyrirsögnina þá datt mér nú reyndar fyrst í hug hvort menn væru byrjaðir að urða íslensku "venjulegu" krónuna. Það ætti hins vegar að verða auðveldara að losna við þá "verðtryggðu", hún fýkur burt með öðrum loftbólum.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 17:52
Heil og sæl Halla frænka, þetta getur passað, ég var fyrir utan Valhöll rúmlega átta í morgun, því miður sá ég þig ekki. Hefði verið gaman að hitta þig spjalla. Hef lengi ætlað að spyrja þig að því hvort þú manst hvaða ár við héldum ættarmótið stóra á Selfossi ?? Á nokkrar myndir frá því sem gaman væri að setja á bloggsíðuna mína. NEI ég var ekki þarna í Pólitískum tilgangi, heldur átti ég erindi upp á efstu hæð þar sem er til húsa Heyrn og talmeinastöðin, en þangað á ég stundum erindi ef heyrnatækið mitt bilar. Takk fyrir innlitið og athugasemdina.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.5.2009 kl. 20:04
Heill og sæll Páll og takk fyrir innlitið og þína athugasemd
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.5.2009 kl. 20:14
Blessaður frændi, ég sá að þú varst að velta ftrir þér hvenær ættarmótið var haldið . Það var í september 1992. Kveðja Björk.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 22:06
Heil og sæl frænka og takk fyrir þessar ulýsingar. Ég á nokkrar myndir fá þessu ættarmóti og ætla kannski að setja hluta af þeim hér á bloggið.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.5.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.