27.4.2009 | 22:40
Rannsóknarnefnd Sjóslysa og fækkun sjóslysa
Rannsóknarnefnd sjóslysa sjóslysa hefur í áratugi tekið til rannsóknar öll sjóslys sem verða á íslenskum skipum. Hverri rannsókn fylgir svo nefndarálit og oft á tíðum tillögur í öryggisátt. Nefndin hefur komið með fjölda tillagna um nýjar og bættar reglur og lög er varðar öryggi sjómanna. Rannsóknarnefndin hefur einnig staðið fyrir tilraunum með björgunarbúnað. Hún stóð t.d fyrir rannsókn á reki gúmmíbjörgunarbáta á sínum tíma og einnig tilraunum á sjálfvirkum sjóstýrðum losunarbúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þessi nefnd hefur komið mörgu góðu til leiðar er varðar öryggi sjómanna.
Kær kveðja SÞS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.