22.4.2009 | 23:09
FREGATTEN JYLLAND í bænum Ebelltoft í Danmörku
FREGATTEN JYLLAND og SKEMMTILEGT SAFN AÐ SKOÐA.
Freygátuna JyllandÍ vikuni fyrir páska vorum við Kolla stödd í Danmörku að heimsækja Hörpu, Þór og Kolbrúnu Soffíu litlu dóttir þeirra. Þetta var góð ferð þar sem sumarið virðist komið í Danmörku.Eitt af því sem til stóð að gera í ferðinni var að skoða Freygátuna Jylland sem staðsett er í bænum Ebelltoft sem er stutt frá Árósum. Það er ótrúlega gaman fyrir kalla eins og mig að skoða þetta gamla seglskip sem reyndar var á sínum tíma einnig búið vél. Hér á eftir kemur ýmis fróðleikur um þetta merkilega skip og myndir sem ég tók um leið og ég skoðaði skipið. Myndirnar segja kannski meira en mörg orð um þetta sögufræga skip, en eitt er víst að mikið hafði ég gaman af því að skoða skipið og láta hugan reyka aftur í tíman og reyna að setja mig í spor þeirra manna sem þarna lifðu og unnu um borð.
Myndirnar Myndirnar tala sýnu máli Jylland séð á hlið og á seinni mynd er séð yfir þilfarið. Á næstu tveimur myndum má sjá skipverja við eina af mörgum fallbyssum skipsins og bönd og burðarvirki skipsins, það er gaman að virða þetta fyrir sér hvernig þetta er smíðað.
Þór Sæþórsson í konungssvítunni
Skipstjórinn í sínum klefa og kokkurinn við störf
Skipið er stærsta tréskip í heimi sem nú er til um 2355 tons, 58 metra langt 13 m breitt djúprista 6 metrarVélin var Maudslay, Sons & Field - 1.000 Hk (Engin vél er nú í skipinu ) Systurskip SJÆLLAND og NIELS JUEL
Skipið var smíðað í Orlogsværftet, sem svo er nefnt, mikill fjöldi af dönskum skipum voru smíðuð þar fyrir flotan í gegnum aldirnar. Orlogsværftet var þar sem kallað var Holmen og nú komið inn í Kaupmannahöfn. Og einskonar lægi hjá flotanum að é held
Þarna er verið að taka hluta af fæti af einum manni og mátti heyra í honum veinin.
Jylland var hleypt af stokkunum 20 nóvember 1860 skipið var með vél og skrúfu sem þá var nokkuð nýmæli og gat náð um 12 sml. hraða á vél við hagstæð skílyrði og þessari ferð gat skipið líka náð undir seglum í hagstæðum byr. Skipið fór meðal annars 5 ferðir til dönsku vestur indía en svo var nefnt eyjaklassi / nýlendur í Karabíska hafinu sem danir réðu, þar eru meðal annars eyjarnar Sankt Thomas og Sant Croix. Freygátuna Jylland tók þátt í orustu við Helgoland 1864 Árið 1874 var skipi innréttað sem konungsskip og kom þá meðal annars til Íslands með Christian IX, Skipið var í þessari konungsþjónustu til 1885 og fór þá m.a. til St. Pétursborgar.
Skipinu var svo lagt upp 1885 en eftir það notað sem (Eksercerskib = Varaskip og síðar kaserneskip íveruskip / byrðaskip ekki viss hvort var )
Þann 14. maí 1908 var skipið tekið úr þjónustu flotans og selt til Þýskalands til niðurrifs. Það gekk þó ekki eftir sem betur fer og skipið var í nokkur ár á hálfgerðum þvælingi. En 1909 keypti landeigandinn Einar Viggo Schou skipið og lagði því við akkeri fyrir framan hjá sér við Juelsminde ekki fjarri Svendborg og er þar til ársins 1925.Skipið virðist þarna vera í reiðileysi og 1932 er sagt að skipið sé kjölsprengt Það er svo í niðurnýðslu en alltaf verið að tala um að gera skipinu til góða.
Það er svo 1960 sem skipið kemur til Ebelltoft og byrjað er að lagfæra það og tók það mörg ár og er raunar verk sem aldrei lýkur því enn er unnið að lagfæringum og breytingum.
þETTA HEFUR VERIÐ ÓTRÚLEGA MIKIÐ AFREK AÐ BYGGJA SVO GRÍÐARLEGA STÓRT TRÉSKIP, OG DANIR EIGA HEIÐUR SKILIÐ FYRIR AÐ HAFA BORIÐ GÆFU TIL AÐ VARÐVEITA ÞAÐ. EINS OG MYNDIRNAR SÝNA ER ÞETTA GLÆSILEGT SKIP OG ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA KOSTAÐ MIKIÐ AÐ LAGFÆRA ÞAÐ OG KOMA ÞVÍ Í SÝNINGARHÆFT ÁSTAND.
KÆR KVEÐJA SÞS
Athugasemdir
Því gæti ég trúað að þú hafir haft gaman af að skoða þetta Simmi minn.Kveðja á Kollu þína
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:12
Þetta er hreint stórkostleg færsla hjá þér þú átt heiður skilinn fyrir það hvernig þú kemur með pistla og myndir sem tengjast hafinu og siglingasögunni yfirleitt, þið Ólafur Ragnarsson eruð "gullnámur" okkar sem höfum áhuga á þessum efnum. Bestu þakkir.
Jóhann Elíasson, 23.4.2009 kl. 07:30
Sæll Sigmar Þór þetta var fróðlegt hjá þér við sáum þetta skip þegar við fórum frá Hundested til Skagen um daginn það liggur við kæjan og fórum við fram hjá því þegar við komum upp úr ferjunni . Ps héðan er allt gott að frétta við biðjum að heilsa Kollu
Matthías Sveinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.